fim 16. maí 2019 09:40
Elvar Geir Magnússon
Zaha vill fara - Sanchez orðaður við Juventus
Powerade
Zaha vill fara.
Zaha vill fara.
Mynd: Getty Images
Angel Gomes.
Angel Gomes.
Mynd: Getty Images
Velkomin í slúðurpakkann! Zaha, Sanchez, Wan-Bissaka, Van Aanholt, James, Sancho og Higuain eru allir um borð.

Wilfried Zaha (26), sóknarleikmaður Crystal Palace, hefur sagt félaginu að hann vilji fara í sumar. Zaha vill spila í Meistaradeildinni og gæti Palace sett 80 milljóna punda verðmiða á þennan landsliðsmann Fílabeinsstrandarinnar. (Mail)

Ítalíumeistarar Juventus hafa hafið viðræður við Manchester United um Alexis Sanchez (30) sem hefur einnig verið orðaður við Inter. ((Independent)

Manchester United undirbýr tilboð í tvo varnarmenn Crystal Palace; Englendinginn Aaron Wan-Bissaka (21) og Hollendinginn Patrick Van Aanholt, 28. (Sun)

Velski vængmaðurinn Daniel James (21) nálgast Manchester United. United óttast að ná ekki að landa enska landsliðsvængmanninum Jadon Sancho (19) frá Borussia Dortmund í sumar. (London Evening Standard)

Chelsea er ekki að plana að framlengja lánssamningi Gonzalo Higuain (31) og mun senda argentínska sóknarmanninn aftur til Juventus eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar. (Mail)

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, óttast að vera rekinn sama hvernig úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer. Roma og AC Milan horfa til Sarri en Javi Gracia, stjóri Watford, er orðaður við Chelsea. (Express)

Chelsea ætlar að ákveða framtíð Sarri eftir úrslitaleikinn gegn Arsenal 29. maí. (Telegraph)

Rafael Benítez fundar með Mike Ashley, eiganda Newcastle, í dag. (Times)

West Brom mistókst að komast upp úr Championship en það hefur þær afleiðingar að sóknarmaðurinn Salomon Rondon (29), sem var á láni hjá Newcastle á liðnu tímabili, er með 16,5 milljóna punda riftunarákvæði. (Mirror)

Barcelona og Paris-St Germain hafa áhuga á enska sóknarmiðjumanninum Angel Gomes (18) hjá Manchester United. (Star)

Real Madrid mun losa sig við allt að fjótrán leikmenn í sumar. Gareth Bale (29), markvörðurinn Keylor Navas (32) og James Rodriguez (27) verða líklega í þeim hópi. (Marca)

Börsungar eru bjartsýnir á að fá franska framherjann Antoine Griezmann (28) frá Atletico Madrid í sumar. Paris St-Germain vill líka fá Griezmann. (London Evening Standard)

Þýska félagið RB Leipzig vill fá enska sóknarmanninn Tammy Abraham (21) sem er hjá Aston Villa á láni frá Chelsea. Villa vill halda Abraham. (Sun)

John Obi Mikel (32) gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildinni. Hann er að skoða sína möguleika eftir að hafa verið hjá Middlesbrough seinni helminginn á liðnu tímabili. (ESPN)

Brasilíski vængmaðurinn Kenedy (23) sem var á láni hjá Newcastle er kominn aftur til Chelsea. Framtíð hans er þó í óvissu og líklegt að Chelsea setji hann á sölulista. (Newcastle Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner