Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 16. maí 2019 09:57
Elvar Geir Magnússon
Hryðjuverkaárás hótað á Fratton Park
22 ára karlmaður handtekinn
Það er uppselt á Fratton Park.
Það er uppselt á Fratton Park.
Mynd: Getty Images
Í kvöld eigast við Portsmouth og Sunderland í seinni undanúrslitaleik liðanna í umspilinu um sæti í Championship-deildinni. Leikurinn fer fram á Fratton Park.

Búið er að auka öryggisgæslu á leiknum eftir að aðili á Twitter hótaði að skjóta og sprengja upp vallargesti á leiknum.

Aðili sem er með Twitter aðgang undir nafninu Kieran30971361 vitnaði í hryðjuverkaárásina á Manchester Arena í maí 2017 þar sem 23 létu lífið.

Hötanirnar voru tilkynntar til lögreglunnar sem er með málið til rannsóknar en uppselt er á leikinn í kvöld.

Búið er að loka umræddum Twitter aðgangi en Portsmouth hefur tilkynnt að félagið sé meðvitað um hótanirnar og sé að vinna með lögreglunni.

Fólki sem er á leið á leikinn er bent á að öryggisleit við völlinn verður hert í kvöld.

Uppfært 10:08: 22 ára karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins.
Athugasemdir
banner
banner