Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. maí 2019 10:27
Elvar Geir Magnússon
Andri Jónasson í HK (Staðfest) - Spilar með tvíburabróður sínum
Andri í leik með ÍR.
Andri í leik með ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn Andri Jónasson er genginn í raðir HK-inga í Pepsi Max-deildinni.

Andri, sem er 24 ára, hefur síðustu ár leikið með HK en gekk í raðir Þróttar í febrúar. Hann kom ekki við sögu í fyrstu tveimur leikjum Þróttar í Inkasso-deildinni.

Fyrir hjá HK er tvíburabróðir Andra, sóknarmaðurinn Brynjar Jónasson, en þeir bræður fóru upp yngri flokka FH.

Þeir léku saman með Fjarðabyggð á fyrsta tímabili sínu í meistaraflokki 2014.

HK er með eitt stig að loknum þremur umferðum í Pepsi Max-deildinni en liðið tekur á móti ÍBV í Kórnum í kvöld, leikurinn hefst 18:45.

fimmtudagur 16. maí

Pepsi Max-deild karla
18:45 HK-ÍBV (Kórinn)
19:15 Fylkir-Valur (Würth völlurinn)
19:15 Grindavík-KR (Mustad völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner