Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 16. maí 2019 11:14
Elvar Geir Magnússon
Gary Martin fékk ekki að æfa með Val í gær
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Félagaskiptaglugganum var lokað á miðnætti en sóknarmaðurinn Gary Martin fór ekkert og er enn skráður leikmaður Vals.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net var leikmanninum meinað að æfa með Valsmönnum í gær og tók því ekki þátt í æfingunni.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, vill losna við Martin og nokkuð ljóst að hann verður ekki í leikmannahópnum í kvöld þegar Valur mætir Fylki í Árbænum.

Valsmenn, sem hafa lyft Íslandsmeistarabikarnum síðustu tvö ár, hafa aðeins eitt stig að loknum þremur umferðum í Pepsi Max-deildinni.

„Ég er búinn að tilkynna honum að hann megi finna sér nýtt félag. Hann hentar ekki okkar leikstíl," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, við 433.is á þriðjudaginn en í kjölfarið skapaðist mikið fjölmiðlafár.

Valur bauð Stjörnunni skipti á Gary Martin og Guðmundi Steini Hafsteinssyni en Garðabæjarfélagið hafnaði. Þá sýndi KA áhuga leikmanninum en áhuginn var ekki gagnkvæmur.

Uppfært 11:30: 433.is greinir frá því að Gary Martin hafi ekki mátt æfa í gær því Ólafur taldi að það gæti truflað undirbúninginn fyrir leikinn gegn Fylki. Gary Martin muni mæta aftur til æfinga á morgun.
Athugasemdir
banner
banner