Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 16. maí 2019 20:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - Hjálmar Örn svarar spurningum
Hjálmar Örn Jóhannsson.
Hjálmar Örn Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andros Townsend skoraði besta markið að mati Hjálmars.
Andros Townsend skoraði besta markið að mati Hjálmars.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino var besti stjórinn að mati Hjálmars.
Mauricio Pochettino var besti stjórinn að mati Hjálmars.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net gerir upp tímabilið í ensku úrvalsdeildinni þessa vikuna, leitað verður til sparkspekinga til að svara nokkrum spurningum um tímabilið sem er að baki og tímabilið sem framundan er. Í dag svarar skemmtikrafturinn Hjálmar Örn nokkrum laufléttum spurningum.

Besti leikmaðurinn?
Van Dijk.

Stjóri tímabilsins?
Mauricio Pochettino. Eyddi engu, fær mörg stig fyrir það.

Besta markið?
Townsend á móti City.

Besti leikurinn?
Newcastle - Liverpool, Origi með magnað mark í lokin!

Besti leikmaðurinn fyrir utan topp sex liðin?
Declan Rice endar hjá topp 6 klúbb í sumar. One to watch frá Hjammanum.

Vanmetnasti leikmaðurinn?
Ryan Fraser með 14 stoðsendingar í vetur einni á eftir Hazard.

Hvaða lið olli mestum vonbrigðum í vetur?
Manchester United engin spurning, grunar að þeir girði sig vel í brók í sumar og hendi í nokkur risa transfer.

Hvaða leikmaður olli mestum vonbrigðum í vetur?
Auðvelt að segja Sanchez en fyrir utan hann þá verð ég að segja Higuain, hélt að hann myndi moka inn mörkum.

Hvaða lið mun styrkja sig mest í sumar?
Man United spái 200 mills, Tottenham hendir í 150 mills og Chelsea svipað. Hef ekki trú á að City og Liverpool geri mikið en sennilega um 100 mills. Arsenal gætu rifið upp veskið og gætu hent í 150 milljóna punda veislu.

Hvernig lýst þér á komu VAR í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili? Mjög vel.

Hvernig metur þú frammistöðu Íslendinganna þriggja í ensku úrvalsdeildinni í vetur?
Aron Einar: Frábær, þegar hann spilaði þá gengu hlutirnir upp. Gæti verið ströggl að komast upp án hans.

Gylfi Þór: Solid í slöku Everton liði framan af. Hann á heima í topp 6 liði að mínu mati.

Jóhann Berg: Frábær fyrri helming en af einhverjum ástæðum hent á bekkinn í seinni. Vil sjá hann taka næsta skref og henda sér í lið ofar í deildinni.

Sjá einnig:
Enska uppgjörið - Daníel Geir svarar spurningum um tímabilið
Enska uppgjörið - Reynir Bergmann svarar spurningum um tímabilið
Enska uppgjörið - Kristjana Arnars svarar spurningum um tímabilið
Athugasemdir
banner
banner