Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 17. maí 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England um helgina - Bikarúrslitaleikurinn
Manchester City á möguleika á öðrum titli.
Manchester City á möguleika á öðrum titli.
Mynd: Getty Images
Á morgun fer fram úrslitaleikurinn í ensku bikarkeppninni þegar Manchester City og Watford mætast á Wembley.

Í kvöld eigast Charlton og Doncaster við í undanúrslitum umspilsins í ensku C-deildinni. Charlton er í góðum málum eftir 2-1 sigur í fyrri leiknum og er líklegra liðið til þess að spila gegn Sunderland í úrslitunum á Wembley um að komast upp í Championship-deildina.

Leikur Manchester City og Watford hefst klukkan 16:00 og er sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.

City getur með sigri tryggt sér ensku þrennuna (sigur í deildabikar, ensku úrvalsdeildinni og enska bikarnum). Ef Watford vinnur fer liðið í Evrópudeildina, annars fer Wolves, liðið sem endaði í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, í Evrópudeildina.

föstudagur 17. maí
18:45 Charlton - Doncaster (2-1)

laugardagur 18. maí
16:00 Man City - Watford (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner