Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 17. maí 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía um helgina - Baráttan um fjórða sætið
Emil og félagar eru í harðri baráttu um fall.
Emil og félagar eru í harðri baráttu um fall.
Mynd: Getty Images
Drengirnir hans Gattuso í AC Milan eru þremur stigum frá fjórða sætinu.
Drengirnir hans Gattuso í AC Milan eru þremur stigum frá fjórða sætinu.
Mynd: Getty Images
Næst síðasta umferðin í ítölsku úrvalsdeildin verður spiluð um helgina.

Hún hefst á morgun með þremur leikjum. Emil Hallfreðsson og félagar í Udinese taka á móti Spal. Udinese er fyrir umferðina tveimur stigum frá fallsæti og er því mikilvægt að taka sigur.

Leikur Sassuolo og Roma á laugardagskvöldið er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Roma er í fimmta sæti þremur stigum frá Atalanta sem er í fjórða sæti, síðasta Meistaradeildarsætinu. Sassuolo siglir lygnan sjó.

Sunnudagirnir eru yfirleitt skemmtilegastir á Ítalíu. Það eru sex leikir á sunnudag í Seríu A og þar af eru fjórir sýndir í beinni. Dagurinn er tekinn snemma með leik botnliðs Chievo og Sampdoria, sem er í níunda sæti.

Klukkan 13:00 eru tveir leikir og klukkan 16:00 mætast AC Milan og Frosinone. AC Milan þarf á sigri að halda. Milan er eins og Roma þremur stigum frá fjórða sætinu.

Liðið sem er í fjórða sæti fyrir þessa umferð, Atalanta, spilar við Ítalíumeistara Juventus klukkan 18:30 á sama tíma og Napoli og Inter, liðin í öðru og þriðja sæti, eigast við.

Á mánudaginn mætast síðan Ítalíumeistarar Lazio og Bologna í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

laugardagur 18. maí
13:00 Udinese - Spal
16:00 Genoa - Cagliari
18:30 Sassuolo - Roma (Stöð 2 Sport 2)

sunnudagur 19. maí
10:30 Chievo - Sampdoria (Stöð 2 Sport 2)
13:00 Parma - Fiorentina
13:00 Empoli - Torino
16:00 Milan - Frosinone (Stöð 2 Sport 4)
18:30 Juventus - Atalanta (Stöð 2 Sport 4)
18:30 Napoli - Inter (Stöð 2 Sport 3)

mánudagur 20. maí
18:30 Lazio - Bologna (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner
banner