Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 17. maí 2019 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég mun bara senda boltann á Messi"
Frenkie de Jong.
Frenkie de Jong.
Mynd: Getty Images
Frenkie de Jong er spenntur fyrir því að ganga í raðir Barcelona í sumar.

De Jong átti frábært tímabil með Ajax þar sem hann varð bikarmeistari og hollenskur meistari. Einnig komst Ajax í undanúrslit Meistaradeildarinnar en tapaði á gríðarlega svekkjandi máta gegn Tottenham.

Í sumar fer De Jong til Barcelona og er kaupverðið talið vera 65 milljónir punda.

„Ég er mjög spenntur að sjá Lionel Messi á æfingum," sagði De Jong við Fox Sports eftir að Ajax tryggði sér hollenska meistaratitlinn.

„Ég held að ég muni bara senda boltann á hann," sagði hollenski miðjumaðurinn og hló.

De Jong vonast til að fá varnarmanninn Matthijs de Ligt með sér til Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner