fös 17. maí 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marchisio vill að Pogba fari aftur til Juventus
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Claudio Marchisio, fyrrum miðjumaður Juventus, segir að Ítalíumeistararnir eigi að reyna að kaupa Paul Pogba og Maurco Icardi í sumar.

Pogba var í fjögur ár hjá Juventus áður en hann skipti aftur yfir til Manchester United árið 2016 fyrir þá heimsmetsfé, um 90 milljónir punda. Pogba hafði verið í akademíu Manchester United áður en hann fór til Juventus.

Pogba hefur ekki átt sérstakan tíma hjá Manchester United og hefur hann verið orðaður við önnur félög fyrir næstu leiktíð.

Marchisio væri til í að sjá Pogba aftur í svörtu og hvítu.

„Þegar ég lít á Juventus liðið þá tel ég að það vanti leikmann sem hjálpar sóknarlega og Pogba væri þar kjörinn leikmaður," sagði Marchisio, sem er í dag á mála hjá Zenit í Rússlandi, við Tuttosport.

„Ég skildi aldrei ákvörðun hans að fara aftur til Manchester United. Hann hafði verið þar áður."

Marchisio vill líka að Juventus kaupi argentíska sóknarmanninn Mauro Icardi frá Inter Milan. Hann telur að Icardi og Paulo Dybala geti náð vel saman.

Það er þó ekki víst að Marchisio fái óskir sínar uppfylltar fyrir sumarið. Pogba var í auglýsingu Man Utd fyrir nýjan búning og í gær var sagt frá því að Dybala væri ósáttur hjá Ítalíumeisturunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner