fös 17. maí 2019 11:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 4. sæti: Tottenham
Mauricio Pochettino er að gera frábæra hluti með Tottenham.
Mauricio Pochettino er að gera frábæra hluti með Tottenham.
Mynd: Getty Images
Son Heung-Min var valinn bestur.
Son Heung-Min var valinn bestur.
Mynd: Getty Images
Harry Kane var markahæstur.
Harry Kane var markahæstur.
Mynd: Getty Images
Christian Eriksen lagði upp flest mörkin.
Christian Eriksen lagði upp flest mörkin.
Mynd: Getty Images
Tottenham tók nýjan og glæsilegan völl í notkun í byrjun apríl.
Tottenham tók nýjan og glæsilegan völl í notkun í byrjun apríl.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn. Í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða gengi Tottenham í vetur.

Mauricio Pochettino knattspyrnustjóri liðsins fékk ekkert að kaupa fyrir tímabilið en það kom þó ekki að sök, Tottenham endaði tímabilið í 4. sæti og náði í Meistaradeildarsæti fjórða tímabilið í röð.

Lokakafli tímabilsins gekk hins vegar erfiðlega og sem betur fer fyrir Tottenham voru liðin í kringum þá einnig að tapa stigum, þeir náðu því í Meistaradeildarsæti. Arsenal endaði tímabilið aðeins stigi á eftir Tottenham svo það munaði ansi litlu.

Þetta er slakasti árangur Tottenham í deildinni síðan tímabilið 2014/15, þá lenti liðið í 5. sæti og fékk 64 stig, þeir fengu 70 stig á nýliðnu tímabili. Það er samt alls ekki hægt að segja að þetta tímabil Tottenham hafi verið slakt, liðið var um tíma að berjast við toppinn og er komið í úrslitaleik Meistardeildarinnar þar sem þeir mæta Liverpool.

Nýr völlur Tottenham var loksins tekinn í notkun nú á vordögum, Tottenham byrjaði þar á að sigra Crystal Palace 2-0 í Lundúnaslag. Það er alveg óhætt að segja að völlurinn er hinn glæsilegasti.

Besti leikmaður Tottenham á tímabilinu:
Suður-Kóreubúinn Son Heung-min var frábær með Tottenham í vetur, hann skoraði tólf mörk og lagði upp sex. Hann var valinn bestur hjá Tottenham.

Þessir skoruðu mörkin í vetur:
Harry Kane: 17 mörk.
Son Heung-Min: 12 mörk.
Lucas Moura: 10 mörk.
Christian Eriksen: 8 mörk.
Dele Alli: 5 mörk.
Erik Lamela: 4 mörk.
Eric Dier: 3 mörk.
Juan Foyth: 1 mark.
Fernando Llorente: 1 mark.
Davinson Sánchez: 1 mark.
Kieran Trippier: 1 mark.
Jan Vertonghen: 1 mark.
Victor Wanyama: 1 mark.
Harry Winks: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Christian Eriksen: 12 stoðsendingar.
Son Heung-Min: 6 stoðsendingar.
Harry Kane: 4 stoðsendingar.
Fernando Llorente: 4 stoðsendingar.
Dele Alli: 3 stoðsendingar.
Danny Rose: 3 stoðsendingar.
Moussa Sissoko: 3 stoðsendingar.
Kieran Trippier: 3 stoðsendingar.
Kyle Walker-Peters: 3 stoðsendingar.
Serge Aurier: 2 stoðsendingar.
Erik Lamela: 2 stoðsendingar.
Georges-Kévin Nkoudou: 1 stoðsending.
Davinson Sánchez: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Christian Eriksen: 35 leikir.
Toby Alderweireld: 34 leikir.
Hugo Lloris: 33 leikir.
Lucas Moura: 32 leikir.
Son Heung-Min: 31 leikur.
Moussa Sissoko: 29 leikir.
Harry Kane: 28 leikir.
Ben Davies: 27 leikir.
Kieran Trippier: 27 leikir.
Danny Rose: 26 leikir.
Harry Winks: 26 leikir.
Dele Alli: 25 leikir.
Davinson Sánchez: 23 leikir.
Jan Vertonghen: 22 leikir.
Eric Dier: 20 leikir.
Fernando Llorente: 20 leikir.
Erik Lamela: 19 leikir.
Victor Wanyama: 13 leikir.
Juan Foyth: 12 leikir.
Mousa Dembélé: 10 leikir.
Serge Aurier: 8 leikir.
Oliver Skipp: 8 leikir.
Kyle Walker-Peters: 6 leikir.
Paulo Gazzaniga: 3 leikir.
Vincent Janssen: 3 leikir.
Michel Vorm: 2 leikir.
Luke Amos: 1 leikur.
Georges-Kévin Nkoudou: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Vörn Tottenham var með þeim betri í vetur, liðið fékk á sig 39 mörk líkt og Chelsea, aðeins Man City og Liverpool fengu á sig færri mörk.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier league í vetur?
Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen fékk flest stigin í liði Tottenham í vetur, 161 stig.

Í hvaða sæti spáði Fótbolti.net Tottenham fyrir tímabilið?
Fótbolti.net spáði Tottenham 6. sætinu, þeir gerðu betur en það og náðu Meistaradeildarsæti.

Spáin fyrir enska - 6. sæti: Tottenham

Fréttyfirlit: Hvað gerðist hjá Tottenham á tímabilinu.
England: Tottenham skellti Man Utd á Trafford
Pochettino: Þeir voru betri en þetta var vítaspyrna
Gullskórinn á toppnum á jólatré Kane
Tottenham aldrei byrjað betur í úrvalsdeildinni
Myndaveisla: Tottenham er loksins komið heim
Pochettino: Tileinka Daniel Levy þennan sigur
Pochettino: Óheppnir en svona er fótboltinn

Enska uppgjörið.
1.
2.
3.
4. Tottenham
5. sæti Arsenal
6. sæti Man Utd
7. sæti Wolves
8. sæti Everton
9. sæti Leicester City
10. sæti West Ham
11. sæti Watford
12. sæti Crystal Palace
13. sæti Newcastle
14. sæti Bournemouth
15. sæti Burnley
16. sæti Southampton
17. sæti Brighton
18. sæti Cardiff
19. sæti Fulham
20. sæti Huddersfield
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner