Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 16. maí 2019 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Tveir Íslendingar með tvennu
Hólmbert skoraði tvö.
Hólmbert skoraði tvö.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Aron Sigurðarson.
Aron Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta var heilt yfir góður dagur fyrir Íslendingaliðin í Noregi. Ekkert þeirra tapaði og Íslendingar voru á skotskónum.

Arnór Smárason kom inn á sem varamaður og lagði upp mark í 2-2 jafntefli Lilleström gegn Mjøndalen í norsku úrvalsdeildinni. Arnór er að koma til baka eftir meiðsli.

Lilleström lenti 2-0 undir en kom til baka og jafnaði í 2-2. Dagur Dan Þórhallson var allan tímann á bekknum hjá Mjøndalen, sem er í níunda sæti. Lilleström er í tíunda sæti.

Það gekk vel hjá öðrum Íslendingaliðum í norsku úrvalsdeildinni í kvöld því Vålerenga, Bodø/Glimt og Viking unnu öll leiki sína.

Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn í 2-0 sigri Vålerenga á Strømsgodset og Samúel Kári Friðjónsson lék allan leikinn í 3-0 sigri Viking á Stabæk. Samúel Kári lagði upp þriðja og síðasta mark Viking í leiknum.

Oliver Sigurjónsson sat allan tímann á bekknum er Bodø/Glimt vann Tromsø. Oliver hefur aðeins komið við sögu í einum deildarleik hingað til á tímabilinu.

Bodø/Glimt er í þriðja sæti með 17 stig, Vålerenga er í fjórða sæti einnig með 17 stig og Viking er í sjötta sæti með 14 stig.

Aron og Hólmbert með tvennur
Það var einnig leikið í norsku B-deildinni í dag og þar er Íslendingalið Álasunds á toppnum. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði tvennu og Aron Elís Þrándarson lagði upp seinna mark hans í öruggum 5-0 sigri á Tromsdalen.

Hólmbert Aron, Aron Elís og Daníel Leó Grétarsson byrjuðu hjá Álasundi. Davíð Kristján Ólafsson var ekki með.

Hin Íslendingaliðin í deildinni gerðu einnig vel. Sandefjord vann 1-0 gegn Skeid og Start vann 3-2 sigur á Jerv.

Aron Sigurðarson, sem hefur verið frábær í upphafi tímabils, skoraði tvennu fyrir Start. Kristján Flóki Finnbogason kom inn á sem varamaður og spilaði síðustu 10 mínúturnar fyrir Start.

Jóhannes Þór Harðarson er þjálfari Start og er liðið sem stendur í þriðja sæti.

Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn fyrir Start sem er í öðru sæti deildarinnar. Efstu þrjú lið B-deildarinnar eru öll Íslendingalið.
Athugasemdir
banner