Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 16. maí 2019 21:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso: Jafnt í Safamýri - Haukar nýttu ekki liðsmuninn
Haukar eru með tvö stig.
Haukar eru með tvö stig.
Mynd: Hulda Margrét Óladóttir
Fred Saraiva skoraði mark Fram.
Fred Saraiva skoraði mark Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram 1 - 1 Haukar
1-0 Frederico Bello Saraiva ('5 )
1-1 Ísak Jónsson ('38 )
Rautt spjald:Marcus Vinicius Mendes Vieira, Fram ('65)
Lestu nánar um leikinn

Það var einn leikur í Inkasso-deild karla. Fram fékk Hauka í heimsókn í Safamýrina.

Það voru aðeins fimm mínútur liðnar af leiknum þegar heimamenn komust yfir. Fred Saraiva kom boltanum þá í netið eftir að Óskar í marki Hauka hafði varið skot frá Helga Guðjónssyni. Haukamenn voru ósáttir dómgæsluna, þeir vildu fá rangstöðu.

Stuttu fyrir leikhlé jöfnuðu gestirnir úr Hafnarfirði. Eftir hraða sókn fékk Ísak Jónsson boltann á fjærstönginni og hann kláraði vel. Staðan var 1-1 í hálfleik.

Eftir 20 mínútur í seinni hálfleiknum dró til tíðinda þegar Marcao, varnarmaður Fram, fékk að líta beint rautt spjald fyrir að slá til leikmanns Hauka.

Haukar náðu hins vegar ekki að nýta sér liðsmuninn. Lokatölur 1-1. „Haukar enda þennan leik á góðu færi en bomba boltanum næstum í Valtý Björn sem stendur á svölunum," sagði Baldvin Már Borgarsson þegar hann lauk textalýsingu sinni.

Fram er með fjögur stig í fjórða sæti og Haukar með tvö stig í níunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner