fös 17. maí 2019 09:40
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid ætlar að gera tilboð í Salah
Powerade
Mo Salah.
Mo Salah.
Mynd: Getty Images
Paulo Dybala.
Paulo Dybala.
Mynd: Getty Images
Sterling hélt með Manchester United.
Sterling hélt með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Salah, Jovic, Griezmann, Lewandowski, Alonso, Dembele og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Real Madrid hyggst prófa að gera tilboð í egypska framherjann Mohamed Salah (26) hjá Liverpool. Salah er algjör lykilmaður hjá Liverpool og ljóst að félagið gerir allt til að halda honum. (Canal+)

Luka Jovic (21), sóknarleikmaður Eintracht Frankfurt, er nálægt því að ganga í raðir Real Madrid fyrir 52,4 milljónir punda. (Sky Sports)

Barcelona undirbýr tilboð í Antoine Griezmann (28) en franski framherjinn hefur tilkynnt að hann sé á förum frá Atletico Madrid. (Goal.com)

Manchester City er tilbúið að borga riftunarákvæðið í samningi Griezmann. (Sport)

Manchester United hefur áhuga á pólska sóknarmanninum Robert Lewandowski (30) hjá Bayern München. Viðræður Lewandowski og Bayern um nýjan samning ganga illa. (Kicker)

Moussa Dembele (22), framherji Lyon, er einnig á óskalista United en hann myndi kosta félagið 40 milljónir punda. (Sun)

Everton mun biðja um 65 milljónir punda frá Paris St-Germain ef franska félagið vill kaupa Brasilíumanninn Richarlison (22). (Star)

Umboðsmaður Alexis Sanchez (30) hjá Manchester United hefur rætt við Juventus og Inter. Sílemaðurinn er til í að taka á sig launalækkun til að komast frá Old Trafford. (Corriere dello Sport)

Umboðsmaður Argentínumannsins Paulo Dybala (25) segir að hann muni yfirgefa Juventus. Atletico Madrid og Manchester United hafa áhuga. (Mirror)

Spænski varnarmaðurinn Marcos Alonso (28) hjá Chelsea er á óskalista Atletico Madrid. (AS)

Julian Brandt (23), sóknarleikmaður Bayer Leverkusen, gæti sagt nei við Tottenham og Liverpool til að vera áfram í Þýskalandi. (Sky Germany)

Liverpool hefur haft samband við Trabzonspor þar sem félagið hefur áhuga á Ugurcan Cakır (23), 23 ára tyrkneskum markverði. (Express)

Barcelona vill fá Marcus Rashford (21), sóknarmann Manchester United, og hefur einnig áhuga á sóknarmönnum Arsenal. Þar er verið að tala um Pierre-Emerick Aubameyang (29) og Alexandre Lacazette (27). (Mundo Deportivo)

Wilfried Zaha (26), sóknarmaður Crystal Palace, er tilbúinn að ganga aftur í raðir Manchester United ef félagið býður í hann í sumar. (Telegraph)

Simon Jordan, fyrrum stjórnarformaður Palace, segir að Zaha ætti að vera seldur í sumar og telur að 60 milljónir punda sé eðlilegt verð. (TalkSport)

Framtíð Salomon Rondon (29), sem var á láni hjá Newcastle frá West Brom, ræðst af því hvort Rafael Benítez verði áfram stjóri Newcastle. (Newcastle Chronicle)

Enrique Cerezo, forseti Atletico Madrid, segir að framherjinn Rodrigo (28) fari aðeins frá félaginu ef hann vill fara. Hann hefur verið orðaður við Manchester Cityæ (Manchester Evening News)

Umboðsmaður Ganverjans Thomas Partey (25) hefur staðfest riftunarákvæði í samningnum við Atletico Madrid. Manchester United hefur áhuga á miðjumanninun, (Manchester Evening News)

Leeds United vill halda Marcelo Bielsa þrátt fyrir að félagið hafi ekki komist upp úr Championship. (Mirror)

Úlfarnir ætla að reyna að fá enska framherjann Danny Loader (18) frá Reading. (Football Insider)

Raheem Sterling (24), einn besti leikmaður tímabilsins, viðurkennir að hafa verið harður stuðningsmaður Manchester United í æsku. Sterling er lykilmaður hjá erkifjendunum í Manchester City í dag. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner