Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. maí 2019 09:49
Elvar Geir Magnússon
Zidane og Perez ósammála um Pogba
Florentino Perez og Zinedine Zidane.
Florentino Perez og Zinedine Zidane.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, vill fá Paul Pogba, miðjumann Manchester United, í sinn leikmannahóp.

Florentino Perez, forseti Real Madrid, er þó ekki sammála undirmanni sínum.

Þegar Zidane tók aftur við Real Madrid krafðist hann þess að fá enn meiri völd í leikmannakaupum. Hann er að vinna í því að smíða nýtt lið og telur sig geta náð því besta út úr landa sínum Pogba.

En á meðan Zidane vill að háum fjárhæðum sé eytt í Pogba þá telur Perez að Christian Eriksen, leikmaður Tottenham, sé mun betri kostur fyrir nýja miðju Madrídarliðsins.

Eriksen hjálpaði Tottenham að tryggja sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en samningur hans rennur út 2020 og viðræður hafa gengið illa.

Eriksen gæti því fengist á afsláttarverði í sumar þar sem Tottenham vill ekki missa hann fyrir ekki neitt eftir ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner