Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 17. maí 2019 10:29
Fótbolti.net
„Gluggi Vals settur á fleka og sendur út fyrir hafsauga"
Kristinn Freyr er mættur aftur.
Kristinn Freyr er mættur aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frábært að sjá hann koma aftur til baka svona snemma," sagði Magnús Már Einarsson í Innkastinu hér á Fótbolta.net um endurkomu Kristins Freys Sigurðssonar.

Kristinn kom inn sem varamaður hjá Val í 1-0 útisigrinum gegn Fylki í 4. umferð Pepsi Max-deildarinnar í gær. Kristinn er að jafna sig eftir aðgerð á hné frá því í desember.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

„Kiddi var svona 60% eftir að hann kom inná en maður sá alltaf hvað hann var að fara að hugsa. Honum vantar bara nokkra leiki til að komast í stand," sagði Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu.

„Hvað gerist þegar Kristinn Freyr Sigurðsson verður kominn í gang? Þá verður Lasse Petry settur til hliðar og þetta verður bara sama gamla góða miðjan. Einar Karl, Haukur Páll og Kristinn Freyr. Sigurður Egill verður svo úti vinstra megin og Andri Adolphsson hægra megin."

„Þá ertu nánast búinn að taka þennan leikmannaglugga hjá Val og setja á fleka og senda út fyrir hafsauga," sagði Tómas en leikmannakaup Vals í vetur hafa mikið verið í umræðunni.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið


Athugasemdir
banner
banner