fös 17. maí 2019 11:14
Elvar Geir Magnússon
Allegri yfirgefur Juventus (Staðfest)
Massimiliano Allegri.
Massimiliano Allegri.
Mynd: Getty Images
Massimiliano Allegri hættir sem stjóri Ítalíumeistara Juventus eftir tímabilið. Félagið staðfesti þetta rétt í þessu.

Allegri mun ásamt forráðamönnum félagsins ræða við fréttamenn á fundi á morgun en á sunnudag leikur Juventus sinn síðasta heimaleik á tímabilinu í ítölsku A-deildinni, gegn Atalanta.

Allegri hefur verið í fimm ár hjá Juventus og unnið Ítalíumeistaratitilinn öll árin. Alls hefur hann unnið ellefu bikara sem stjóri liðsins.

Tvívegis hefur hann náð að koma liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en það voru vonbrigði á þessu tímabili að ná ekki að komast upp úr 8-liða úrslitum, eftir að hafa keypt Ronaldo síðasta sumar.

Allegri og stjórn Juventus hafa mikið fundað undanfarna daga en niðurstaðan er sú að best sé að slíta samstarfinu.
Athugasemdir
banner
banner