Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. maí 2019 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Afturelding fær til sín tvo erlenda leikmenn (Staðfest)
Esteve Monterde og Romario Leiria.
Esteve Monterde og Romario Leiria.
Mynd: Aðsend
Afturelding sem leikur í Inkasso-deildinni hafa samið við tvo erlenda leikmenn. Þetta eru þeir Esteve Monterde og Romario Leiria.

Esteve Monterde er 26 ára spænskur miðjumaður og á til að mynda leiki að baki með spænska liðinu Córdoba í spænsku B-deildinni.

Romario er 26 ára brasilískur varnarmaður en hann varð heimsmeistari með U20 ára landsliði Brasilíu á sínum tíma. Hann hefur á ferli sínum leikið lengi í heimalandinu auk þess sem hann spilaði með Maritimo í portúgölsku úrvalsdeildinni árið 2016.

„Afturelding fagnar komu leikmannanna og bindur miklar vonir við þá í sumar. Afturelding leikur í Inkasso-deildinni í sumar eftir nokkurra ára dvöl í 2. deild karla," segir í tilkynningu frá Aftureldingu.

Afturelding fer í Keflavík í kvöld og mætir þar Keflavík í 3. umferð Inkasso-deildarinnar. Esteve Monterde er kominn með leikheimild og gæti spilað í kvöld en enn er verið að bíða eftir leikheimild fyrir Romario.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner