Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. maí 2019 13:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 3. sæti: Chelsea
Eden Hazard átti frábært tímabil.
Eden Hazard átti frábært tímabil.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri stýrði Chelsea í 3. sæti á sínu fyrsta tímabili í enska boltanum.
Maurizio Sarri stýrði Chelsea í 3. sæti á sínu fyrsta tímabili í enska boltanum.
Mynd: Getty Images
Cesar Azpilicueta er traustur í vörninni.
Cesar Azpilicueta er traustur í vörninni.
Mynd: Getty Images
Gonzalo Higuaín kom til Chelsea á láni í janúar, hann skoraði 5 mörk í 14 leikjum.
Gonzalo Higuaín kom til Chelsea á láni í janúar, hann skoraði 5 mörk í 14 leikjum.
Mynd: Getty Images
Cesc Fabregas kvaddi Chelsea í janúar eftir góð ár hjá félaginu.
Cesc Fabregas kvaddi Chelsea í janúar eftir góð ár hjá félaginu.
Mynd: Getty Images
Kepa Arrizabalaga hélt markinu hreinu fjórtán sinnum á sínu fyrsta tímabili í enska boltanum.
Kepa Arrizabalaga hélt markinu hreinu fjórtán sinnum á sínu fyrsta tímabili í enska boltanum.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn. Í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að renna yfir gengi Chelsea í vetur.

Chelsea fór inn í tímabilið með nýjan stjóra við stjórnvölin, það var Ítalinn Maurizio Sarri sem kom til Chelsea eftir að hafa stýrt Napoli með ágætis árangri. Sarri gerði bara nokkuð vel á sínu fyrsta tímabili, hann stýrði liðinu aftur í Meistaradeildina og þeir eru einnig komnir í úrslit Evrópudeildarinnar þar sem þeir mæta Arsenal.

Chelsea byrjaði tímabilið frábærlega og fór taplaust í gegnum fyrstu tólf leikina, Tottenham var fyrsta liðið til að vinna þá þann 24. nóvember. Desember mánuður gekk ágætlega en í lok janúar og byrjun febrúar kom mjög slæmur kafli, þann 19. janúar var 2-0 tap niðurstaðan gegn Arsenal, í næsta leik á eftir mættu þeir Bournemouth þar sem þeir töpuðu 4-0. Næst á eftir kom 5-0 sigur gegn botnliði Huddersfield en svo mættu þeir Englandsmeisturum Manchester City sem slátruðu þeim, 6-0.

Þessi slæmi kafli kom þó ekki í veg fyrir það að liðið náði Meistaradeildarsæti, liðið endaði tímabilið í 3. sæti með 72 stig. Þeir unnu tuttugu og einn leik, gerðu jafntefli í níu og töpuðu átta. Það mátti þó litlu muna að liðið næði ekki í Meistaradeildarsæti þar sem liðið í 5. sæti, Arsenal var aðeins með tveimur stigum minna en Chelsea.

Besti leikmaður Chelsea á tímabilinu:
Kemur líklega engum á óvart, Belginn Eden Hazard var valinn bestur hjá Chelsea. Bæði markahæstur og stoðsendingahæstur hjá Chelsea.

Þessir skoruðu mörkin í vetur:
Eden Hazard: 16 mörk.
Pedro: 8 mörk.
Ruben Loftus-Cheek: 6 mörk.
Gonzalo Higuaín: 5 mörk.
Álvaro Morata: 5 mörk.
N'Golo Kanté: 4 mörk.
Ross Barkley: 3 mörk.
Willian: 3 mörk.
David Luiz: 3 mörk.
Marcos Alonso: 2 mörk.
Jorginho: 2 mörk.
Olivier Giroud: 2 mörk.
César Azpilicueta: 1 mark.
Antonio Rudiger: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Eden Hazard: 15 stoðsendingar.
Willian: 6 stoðsendingar.
César Azpilicueta: 5 stoðsendingar.
Ross Barkley: 5 stoðsendingar.
Marcos Alonso: 4 stoðsendingar.
Olivier Giroud: 4 stoðsendingar.
N'Golo Kanté: 4 stoðsendingar.
Mateo Kovacic: 2 stoðsendingar.
Ruben Loftus-Cheek: 2 stoðsendingar.
David Luiz: 2 stoðsendingar.
Pedro: 2 stoðsendingar.
Callum Hudson-Odoi: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Cesar Azpilicueta: 38 leikir.
Jorginho: 37 leikir.
Eden Hazard: 37 leikir.
Kepa Arrizabalaga: 36 leikir.
N'Golo Kanté: 36 leikir.
David Luiz: 36 leikir.
Antonio Rudiger: 33 leikir.
Willian: 32 leikir.
Mateo Kovacic: 32 leikir.
Marcos Alonso: 31 leikur.
Pedro: 31 leikur.
Ross Barkley: 27 leikir.
Olivier Giroud: 27 leikir.
Ruben Loftus-Cheek: 24 leikir.
Álvaro Morata: 16 leikir.
Gonzalo Higuaín: 14 leikir.
Callum Hudson-Odoi: 10 leikir.
Emerson: 10 leikir.
Andreas Christensen: 8 leikir.
Cesc Fabregas: 6 leikir.
Davide Zappacosta: 4 leikir.
Willy Caballero: 2 leikir.
Gary Cahill: 2 leikir.
Victor Moses: 2 leikir.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Vörn Chelsea var fín í vetur, liðið fékk á sig jafn mörg mörk og Tottenham sem endaði í 4. sæti. Aðeins Liverpool og Man City fengu á sig færri mörk.

Hvaða leikmaður Chelsea skoraði hæst í Fantasy Premier league?
Eden Hazard var lang stigahæstur í liði Chelsea, hann fékk 238 stig.

Í hvaða sæti spáði Fótbolti.net Chelsea fyrir tímabilið?
Fótbolti.net spáði hárrétt fyrir um gengi Chelsea, 3. sæti var spáin sem varð svo niðurstaðan.

Spáin fyrir enska - 3. sæti: Chelsea

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Chelsea á tímabilinu.
Marcos Alonso: Verðskulduð þrjú stig
Sarri: Getum ekki haldið í við Man City
England: Chelsea lenti á vegg gegn Tottenham
England: Chelsea fyrsta liðið til að vinna Man City á tímabilinu
Hazard náði merkum áfanga - „Vill verða goðsögn hjá Chelsea"
Christian Pulisic til Chelsea (Staðfest)
Fabregas farinn til Mónakó (Staðfest)
England: Stærsta tap Chelsea í 27 ár kom gegn Man City
Sarri farinn að venjast baulinu frá stuðningsmönnum
Sarri: Munum virða þá ákvörðun sem Hazard tekur

Enska uppgjörið.
1.
2.
3. Chelsea
4. sæti Tottenham
5. sæti Arsenal
6. sæti Man Utd
7. sæti Wolves
8. sæti Everton
9. sæti Leicester City
10. sæti West Ham
11. sæti Watford
12. sæti Crystal Palace
13. sæti Newcastle
14. sæti Bournemouth
15. sæti Burnley
16. sæti Southampton
17. sæti Brighton
18. sæti Cardiff
19. sæti Fulham
20. sæti Huddersfield
Athugasemdir
banner
banner
banner