Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 17. maí 2019 13:30
Arnar Daði Arnarsson
HK/Víkingur fær erlendan markaskorara til sín (Staðfest)
Simone Emanuella Kolander.
Simone Emanuella Kolander.
Mynd: HK/Víkingur
HK/Víkingur hefur samið við sóknarmanninn, Simone Emanuella Kolander.

Simone er fædd í Lakeville Minnesota í Bandaríkjunum árið 1994. Hún á glæstan feril með unglingaliðum Minnesota fylkis og síðar með liði Minnesota Athletics í NCAA háskóladeildinni. Á fjögurra ára tímibili frá 2013 til 2016 spilaði hún 86 leiki með liðinu, skoraði í þeim 28 mörk og átti 20 stoðsendingar. Hún var í tvígang valin „Big Ten Forward of the Year“ í úrslitakeppni NCAA háskóladeildarinnar og varð meistari með liði sínu árið 2016.

Sumarið 2017 gekk hún til liðs við tékkneska liðsins AC Sparta Prague og tók með þeim þátt í þremur leikjum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

„Það hefur berlega komið í ljós í fyrstu leikjum HK/Víkings að liðinu vantar öflugan framherja. Miklar vonir eru bundnar við komu Simone og vonandi heldur hún uppteknum hætti og setur þau nokkur í sumar," segir í tilkynningu frá HK/Víkingi.

HK/Víkingur tekur á móti Val í 4. umferð Pepsi Max-deildarinnar á þriðjudaginn næstkomandi. Liðið er með þrjú stig á meðan Valur er með fullt hús stiga.

Simone Emanuella Kolander er komin í Draumaliðsleikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner