fös 17. maí 2019 12:40
Arnar Daði Arnarsson
Hvernig varð Valur ríkasta íþróttafélag Íslands?
Valsmenn hf. fjármögnuðu 780 milljón króna í uppbyggingu mannvirkja við Hlíðarenda.
Valsmenn hf. fjármögnuðu 780 milljón króna í uppbyggingu mannvirkja við Hlíðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans skrifar langa og áhugverða fréttaskýringu í Kjarnanum í dag þar sem hann hefur gert úttekt á því hvernig Valur varð ríkasta íþróttafélag Íslands.

Þar segir hann meðal annars frá sögunni af því hvernig Valur varð ríkasta íþróttafélag á Íslandi.

„Sagan teygir sig aftur fyrir síðustu aldarmót og felur í sér margar hraðahindranir og allskyns átök, bæði innanbúðar meðal Valsmanna og við aðra sem vildu standa í vegi fyrir vegferðinni af ýmsum ástæðum," skrifar Þórður í grein sinni.

„Knattspyrnufélagið Valur er ríkasta íþróttafélag á Íslandi. Sú staða gerir Val kleift að bjóða upp á aðstöðu, aðstæður og launagreiðslur sem önnur íþróttafélög geta illa eða ekki keppt við. Niðurstaðan er sú að Valur er í fremstu röð á öllum vígstöðum helstu hópíþrótta á Íslandi hjá báðum kynjum og hirðir hvern titilinn á fætur öðrum."

Þá segir að heimildarmenn Kjarnans haldi því fram að virði þeirra heildareigna sem sitji eftir vegna alls þessa ævintýris sé nú áætlað um fimm milljarðar króna.

Hægt er að lesa grein Þórðar í heild sinni hér.



Athugasemdir
banner