Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 17. maí 2019 15:15
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 2. sæti: Liverpool
Virgil van Dijk var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu.
Virgil van Dijk var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp er að gera frábæra hluti með Liverpool.
Jurgen Klopp er að gera frábæra hluti með Liverpool.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah skoraði 22 mörk.
Mohamed Salah skoraði 22 mörk.
Mynd: Getty Images
Sadio Mane skoraði líkt og Salah 22 mörk.
Sadio Mane skoraði líkt og Salah 22 mörk.
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold lagði upp flest mörkin hjá Liverpool.
Trent Alexander-Arnold lagði upp flest mörkin hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Alisson var frábær í rammanum.
Alisson var frábær í rammanum.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn. Í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða gengi Liverpool í vetur.

Magnað tímabil hjá Liverpool og í raun ótrúlegt að þessi stigafjöldi hafi ekki dugað til sigurs, liðið fékk 97 stig, stigi minna en Englandsmeistararnir. Það er ekki annað hægt að segja en að tímabilið hafi verið frábært hjá Liverpool þrátt fyrir að liðið hafi ekki orðið meistari.

Þegar árinu 2018 lauk var Liverpool á toppnum með 54 stig og sjö stiga forskot á Manchester City. Liðið tapaði ekki leik fyrir áramótin, þeir unnu 17 leiki og gerðu þrjú jafntefli, þeir enduðu árið 2018 á risasigri á Arsenal á Anfield, 5-1.

Fyrsta og eina tap Liverpool á tímabilinu kom þann 3. janúar þegar liðið heimsótti Manchester City, niðurstaðan þar var 2-1 tap. Þegar fimm umferðir voru eftir var Liverpool á toppnum með tveggja stiga forskot á Manchester City átti þá leik til góða sem var gegn grönnum þeirra í Manchester United, City vann þennan leik og náði þar með eins stigs forystu á Liverpool þegar þrjár umferðir voru eftir. City lét þessa eins stigs forystu aldrei af hendi.

Liverpool gafst þó aldrei upp og enduðu eins og fyrr segir með 97 stig sem dugði ekki til þetta árið. Jurgen Klopp hefur hins vegar unnið frábært starf með þetta Liverpool lið og þeir eiga enn möguleika á því að vinna bikar á tímabilinu, þeir mæta Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þann 1. júní.

Besti leikmaður Liverpool á tímabilinu:
Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk var valinn bestur hjá Liverpool, kemur engum á óvart enda átti hann frábært tímabil og var valinn besti leikmaður deildarinnar á tímabilinu.

Þessir skoruðu mörkin í vetur:
Sadio Mane: 22 mörk.
Mohamed Salah: 22 mörk.
Roberto Firmino: 12 mörk.
Xherdan Shaqiri: 6 mörk.
James Milner: 5 mörk.
Virgil van Dijk: 4 mörk.
Divock Origi: 3 mörk.
Georginio Wijnaldum: 3 mörk.
Naby Keita: 2 mörk.
Daniel Sturridge: 2 mörk.
Trent Alexander-Arnold: 1 mark.
Jordan Henderson: 1 mark.
Dejan Lovren: 1 mark.
Joel Matip: 1 mark.
Fabinho: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Trent Alexander-Arnold: 12 stoðsendingar.
Andrew Robertson: 11 stoðsendingar.
Mohamed Salah: 8 stoðsendingar.
Roberto Firmino: 6 stoðsendingar.
James Milner: 4 stoðsendingar.
Jordan Henderson: 3 stoðsendingar.
Xherdan Shaqiri: 3 stoðsendingar.
Fabinho: 2 stoðsendingar.
Virgil van Dijk: 2 stoðsendingar.
Naby Keita: 1 stoðsending.
Sadio Mane: 1 stoðsending.
Divock Origi: 1 stoðsending.
Daniel Sturridge: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Alisson: 38 leikir.
Mohamed Salah: 38 leikir.
Virgil van Dijk: 38 leikir.
Sadio Mane: 36 leikir.
Andrew Robertson: 36 leikir.
Georginio Wijnaldum: 35 leikir.
Roberto Firmino: 34 leikir.
Jordan Henderson: 32 leikir.
James Milner: 31 leikur.
Trent Alexander-Arnold: 29 leikir.
Fabinho: 28 leikir.
Naby Keita: 25 leikir.
Xherdan Shaqiri: 24 leikir.
Joel Matip: 22 leikir.
Daniel Sturridge: 18 leikir.
Joseph Gomez: 16 leikir.
Adam Lallana: 13 leikir.
Dejan Lovren: 13 leikir.
Divock Origi: 12 leikir.
Nathaniel Clyne: 4 leikir.
Alberto Moreno: 2 leikir.
Alex Oxlade-Chamberlain: 2 leikir.
Rafael Camacho: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur:
Liverpool var með bestu vörnina í deildinni, þeir fengu á sig 22 mörk. Liverpool hefur aldrei fengið sig jafn fá mörk frá stofnun úrvalsdeildarinnar.

Hvaða leikmaður Liverpool skoraði hæst í Fantasy Premier league í vetur?
Mohamed Salah skoraði hæst í Fantasy leiknum í vetur, hann fékk 259 stig.

Í hvaða sæti spáði Fótbolti.net Liverpool fyrir tímabilið?
Fótbolti.net spáði hárrétt fyrir um gengi Liverpool, 2. sætið var spáin sem varð svo niðurstaðan.

Spáin fyrir enska - 2. sæti: Liverpool

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Liverpool á tímabilinu.
England: Liverpool setti fjögur gegn West Ham
England: Shaqiri kom af bekknum og kláraði Man Utd
England: Liverpool jók forskot sitt á toppnum
England: Liverpool rúllaði yfir Arsenal
England: Manchester City fyrsta liðið til að vinna Liverpool
Klopp: Þetta var augljós vítaspyrna
Klopp: Verður að vinna United þegar þú getur gert það
Salah: Metið er aukaatriði
Salah: Ég er víst að eiga slæmt tímabil
Klopp: Hefðum getað stigið og runnið á bananahýði í dag
Góð messusókn hjá Liverpool stuðningsmönnum
Munaði 40 millimetrum
Hefði alltaf dugað Liverpool nema í fyrra
Salah: Verðum aftur í toppbaráttu á næsta tímabili
Van Dijk leikmaður ársins hjá ensku úrvalsdeildinni

Enska uppgjörið.
1.
2. Liverpool
3. sæti Chelsea
4. sæti Tottenham
5. sæti Arsenal
6. sæti Man Utd
7. sæti Wolves
8. sæti Everton
9. sæti Leicester City
10. sæti West Ham
11. sæti Watford
12. sæti Crystal Palace
13. sæti Newcastle
14. sæti Bournemouth
15. sæti Burnley
16. sæti Southampton
17. sæti Brighton
18. sæti Cardiff
19. sæti Fulham
20. sæti Huddersfield


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner