Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 17. maí 2019 17:16
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 1. sæti: Manchester City
Pep Guardiola er búinn að gera frábæra hluti með þetta Manchester City lið.
Pep Guardiola er búinn að gera frábæra hluti með þetta Manchester City lið.
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero var markahæstur.
Sergio Aguero var markahæstur.
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling var frábær.
Raheem Sterling var frábær.
Mynd: Getty Images
Leroy Sane lagði upp tíu mörk.
Leroy Sane lagði upp tíu mörk.
Mynd: Getty Images
Ederson hélt marki City tuttugu sinnum hreinu í vetur.
Ederson hélt marki City tuttugu sinnum hreinu í vetur.
Mynd: Getty Images
Bernardo Silva var einn sá besti hjá City í vetur.
Bernardo Silva var einn sá besti hjá City í vetur.
Mynd: Getty Images
Manchester City náði að verja Englandsmeistaratitilinn.
Manchester City náði að verja Englandsmeistaratitilinn.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn. Í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að renna yfir gengi Manchester City í vetur.

Manchester City fóru inn í tímabilið sem ríkjandi Englandsmeistarar, eftir að hafa náð 100 stigum í fyrra fengu þeir tveimur minna í ár, 98 stig og urðu Englandsmeistarar aftur. Þetta tímabilið fengu þeir hins vegar miklu meiri samkeppni um titilinn, Liverpool endaði í 2. sæti með aðeins stigi minna en City. Munurinn í fyrra á liðinu í 1. og 2. sæti var 19 stig, Manchester United varð þá í 2. sæti með 81 stig.

City fór taplaust í gegnum fyrstu fimmtán leikina, unnu þrettán og gerðu tvö jafntefli. Í 16. umferð kom fyrsta tapið af fjórum í vetur, þá var 2-0 tap á Brúnni gegn Chelsea niðurstaðan. Desember mánuður var versti mánuður City á tímabilinu, þar töpuðu þeir þremur leikjum. Fyrst gegn Chelsea svo gegn Crystal Palace á heimavelli og annan í jólum tapaði liðið gegn Leicester á útivelli.

Þegar árinu 2018 lauk var City sjö stigum frá toppsætinu þar sem Liverpool var með 54 stig. Manchester City var eina liðið á tímabilinu til að vinna Liverpool, það gerðist þann 3. janúar. Þegar upp er staðið skipti þessi sigur gríðarlega miklu máli, á þessum tímapunkti minnkaði City forystu Liverpool í fjögur stig.

City tapaði svo fjórða leiknum sínum á tímabilinu í lok janúar, eftir þetta tap gegn Newcastle komu hins vegar fjórtán sigrar í röð. Þeir unnu síðustu fjórtán leiki sína á tímabilinu og á sama tíma gerði Liverpool nokkur jafntefli sem ollu því að City endaði fyrir ofan þá.

Besti leikmaður Man City á tímabilinu:
Raheem Sterling fær þennan titil, skoraði sautján mörk og lagði upp tíu. Sterling var valinn besti ungi leikmaður tímabilsins, frábært tímabil hjá Englendingnum.

Þessir skoruðu mörkin í vetur:
Sergio Aguero: 21 mark.
Raheem Sterling: 17 mörk.
Leroy Sane: 10 mörk.
Gabriel Jesus: 7 mörk.
Riyad Mahrez: 7 mörk.
Bernardo Silva: 7 mörk.
Ilkay Gundogan: 6 mörk.
David Silva: 6 mörk.
Aymeric Laporte: 3 mörk.
Kevin De Bruyne: 2 mörk.
Danilo: 1 mark.
Phil Foden: 1 mark.
Vincent Kompany: 1 mark.
Fernandinho: 1 mark.
Kyle Walker: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Leroy Sane: 10 stoðsendingar.
Raheem Sterling: 10 stoðsendingar.
Sergio Aguero: 8 stoðsendingar.
David Silva: 8 stoðsendingar.
Bernardo Silva: 7 stoðsendingar.
Benjamin Mendy: 5 stoðsendingar.
Riyad Mahrez: 4 stoðsendingar.
Gabriel Jesus: 3 stoðsendingar.
Ilkay Gundogan: 3 stoðsendingar.
Aymeric Laporte: 3 stoðsendingar.
Fernandinho: 3 stoðsendingar.
Oleksandr Zinchenko: 3 stoðsendingar.
Kevin De Bruyne: 2 stoðsendingar.
Fabian Delph: 1 stoðsending.
Ederson: 1 stoðsending.
Kyle Walker: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Ederson: 38 leikir.
Bernardo Silva: 36 leikir.
Aymeric Laporte: 35 leikir.
Raheem Sterling: 34 leikir.
Sergio Aguero: 33 leikir.
David Silva: 33 leikir.
Kyle Walker: 33 leikir.
Ilkay Gundogan: 31 leikur.
Leroy Sane: 31 leikur.
Gabriel Jesus: 29 leikir.
Fernandinho: 29 leikir.
Riyad Mahrez: 27 leikir.
John Stones: 24 leikir.
Kevin De Bruyne: 19 leikir.
Nicolas Otamendi: 18 leikir.
Vincent Kompany: 17 leikir.
Oleksandr Zinchenko: 14 leikir.
Phil Foden: 13 leikir.
Danilo: 11 leikir.
Fabian Delph: 11 leikir.
Benjamin Mendy: 10 leikir.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Manchester City var með næst bestu vörnina í vetur, City fékk á sig 23 mörk en Liverpool fékk á sig einu marki minna.

Hvaða leikmaður Man City skoraði hæst í Fantasy Premier league í vetur?
Englendingurinn Raheem Sterling var frábær í vetur, hann fékk flest stig af leikmönnum Man City í Fantasy leiknum, 234 stig.

Í hvaða sæti spáði Fótbolti.net Man City fyrir tímabilið?
Fótbolti.net spáði því að Man City myndi verja Englandsmeistaratitilinn sem þeir gerðu.

Spáin fyrir enska - 1. sæti: Man City

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Man City á tímabilinu.
England: Auðvelt fyrir Man City á Emirates
Guardiola: Mahrez með fullkomnar vítaspyrnur á æfingum
England: Chelsea fyrsta liðið til að vinna Man City á tímabilinu
Guardiola: Allir vilja vinna okkur
Guardiola: Eru betri en við í augnablikinu
England: Manchester City fyrsta liðið til að vinna Liverpool
Guardiola: Nánast búið ef við hefðum tapað
England: Rafa gerði Liverpool greiða
England: Stærsta tap Chelsea í 27 ár kom gegn Man City
Aguero búinn að jafna þrennumet Alan Shearer
England: Man City hafði betur á Old Trafford
Man City bætti eigið markamet
Munaði 40 millimetrum
England: Manchester City meistari (Staðfest)
Sjáðu myndir: Titillinn áfram í Manchester

Enska uppgjörið.
1. Man City
2. sæti Liverpool
3. sæti Chelsea
4. sæti Tottenham
5. sæti Arsenal
6. sæti Man Utd
7. sæti Wolves
8. sæti Everton
9. sæti Leicester City
10. sæti West Ham
11. sæti Watford
12. sæti Crystal Palace
13. sæti Newcastle
14. sæti Bournemouth
15. sæti Burnley
16. sæti Southampton
17. sæti Brighton
18. sæti Cardiff
19. sæti Fulham
20. sæti Huddersfield
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner