Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 17. maí 2019 16:42
Fótbolti.net
Túfa að gera mjög góða hluti í Grindavík
Túfa er að gera gott mót.
Túfa er að gera gott mót.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér finnst þetta mjög tilkomumikill árangur hjá Grindavík og Túfa," sagði Magnús Már Einarsson í Innkastinu hér á Fótbolta.net.

Grindavík vann KR 2-1 í gær og er með fimm stig í Pepsi Max-deildinni.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

„Þetta er rosalega lítill hópur sem þeir hafa. Hermann Ágúst Björnsson kemur inn í þessum leik. Hann var hættur í fótbolta og farinn að vinna í Bláa lóninu. Hann spurði hvort hann mætti mæta á æfingar og svo spilar hann núna í 2-1 sigri gegn KR," sagði Magnús.

„Túfa er að gera mjög góða hluti. Þetta er framar vonum hjá Grindavík. Það eru alveg fínir fótboltamenn þarna og Túfa að smíða flott lið. Heilt yfir vel gert.

Enginn í Innkastinu sá reyndar leik Grindavíkur gegn KR og Tómas Þór Þórðarson var hreinskilinn þegar hann sagði ástæðuna fyrir því.

„Engum af okkur datt neitt annað í hug en að þetta yrði öruggur KR sigur," sagði Tómas Þór.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner