Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 17. maí 2019 18:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd búið að hafa samband við Fulham vegna Sessegnon
Longstaff einnig undir smásjánni
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur haft samband við Fulham. United hefur áhuga á að kaupa Ryan Sessegnon frá Fulham.

Sessegnon, sem verður nítján ára á morgun, getur bæði spilað sem vinstri bakvörður og kantmaður. Hann er sagður hafa lítinn áhuga á því að spila aftur í ensku Championship deildinni en Fulham féll úr úrvalsdeildinni í vor.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, ætlar sér að styrkja sitt lið með ungum og spennandi leikmönnum og Sessegnon passar inn í þann ramma.

Tottenham og Juventus hafa einnig áhuga á leikmanninum en United er eina liðið sem hefur haft samband á þessum tímapunkti.

Samkvæmt heimildum Sky Sports News eru menn hjá Fulham sammála um að þetta sé réttur tímapunktur að láta Sessegnon fara. Leikmaðurinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Fulham.

United hefur einnig sýnt Sean Longstaff, leikmanni Newcastle, áhuga. Longstaff er 21 árs og spilar sem miðjumaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner