fös 17. maí 2019 19:29
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - Viðar "Enski" Skjóldal svarar spurningum
Viðar Enski Skjóldal.
Viðar Enski Skjóldal.
Mynd: Úr einkasafni
Virgil van Dijk var bestur að mati Enska.
Virgil van Dijk var bestur að mati Enska.
Mynd: Getty Images
Enski er ekkert mjög spenntur fyrir komu VAR í ensku úrvalsdeildinina.
Enski er ekkert mjög spenntur fyrir komu VAR í ensku úrvalsdeildinina.
Mynd: Getty Images
Andros Townsend skoraði besta markið.
Andros Townsend skoraði besta markið.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net gerir upp tímabilið í ensku úrvalsdeildinni þessa vikuna, leitað verður til sparkspekinga til að svara nokkrum spurningum um tímabilið sem er að baki og tímabilið sem framundan er. Í dag svarar "snapparinn" Viðar Skjóldal eða "Enski" eins og hann er kallaður nokkrum laufléttum spurningum.

Besti leikmaðurinn?
Van Dijk augljóslega en ekki má gleyma Pogba í mjög slöku Man Utd liði, skorar 13 og leggur upp 9, hann var ekki verri en það í ömurlegu liði, á skilið meira "kredit" en hann fær.

Stjóri tímabilsins?
Guardiola ef hann vinnur þrennuna en samt vonbrigði hjá City, fá ekki það sem þá dreymir um sem er Meistaradeildin, samt vel gert, vinni Klopp Meistaradeildina eru þeir jafnir en ekki má gleyma Solskjær sem lét menn hjá Man Utd brosa í 2 mánuði, það er mjög vel gert, deila þessu saman.

Besta markið?
Sturridge gegn Chelsea á 89. mínutu sem gerði það að verkum að Liverpool tapaði ekki, Kompany gegn Leicester geggjað en halló Townsend gegn City langbesta markið, þvílík spyrna.

Besti leikurinn?
Verður að vera Liverpool gegn Arsenal 5-1.

Besti leikmaðurinn fyrir utan topp sex liðin?
Gylfi og Maddison, jafnvel Jimenez, erfitt að gera uppá milli.

Vanmetnasti leikmaðurinn?
Verð að setja það á Henderson þótt að ég sé púllari, Ashley Young kemur til greina líka, sá er traustur.

Hvaða lið olli mestum vonbrigðum í vetur?
Allir vita að það er Man Utd þarf ekki að ræða það en þeir koma aftur ekki spurning vonandi ekki strax en er skíthræddur við þá eins og ég hef verið alla ævi.

Hvaða leikmaður olli mestum vonbrigðum í vetur?
Bjóst við meiru af Salah en samt frábær en set þetta á De Gea, fleiri komu til greina.

Hvaða lið styrkir sig mest í sumar?
Chelsea UU NEI! Bann sem stenst vonandi. Annars held ég Man Utd, þar verða hreinsanir og miklu eytt. Efast um að það virki að henda 7-10 og kaupa 7-10 en held að þeir geri mest.

Hvernig lýst þér á komu VAR í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili? Erfitt að segja er á báðum áttum, held þetta verði í lagi, þótt þetta rusl komi verður enn nóg að þræta um svo þetta sleppur.

Hvernig metur þú frammistöðu íslendinganna þriggja í ensku úrvalsdeildinni í vetur?
Aron Einar: Mikið meiddur en gerði gæfumuninn þegar hann var inná, hefði hann spilað alla leiki væri Cardiff uppi. Ég er Akureyringur og óska Aroni alls hins besta bara.

Gylfi Þór: Frábær í fínu liði en á heima í betri klúbb og svei mér þá Liverpool gæti notað hann en fá hann aldrei frá Everton, fengum Barmby fyrir 20 árum en það þyrfti margt að gerast. Gylfi gæti leyst Coutinho af.

Jóhann Berg: Átti erfitt, byrjaði vel, átti við meiðsli að stríða og svo á bekknum en hefur þetta allt og kemur til baka ekki spurning.

Sjá einnig:
Enska uppgjörið - Daníel Geir svarar spurningum um tímabilið
Enska uppgjörið - Reynir Bergmann svarar spurningum um tímabilið
Enska uppgjörið - Kristjana Arnars svarar spurningum um tímabilið
Enska uppgjörið - Hjálmar Örn svarar spurningum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner