fös 17. maí 2019 20:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Fulham 
Fulham endurnýjar samning Jóns Dags
Jón Dagur í landsliðsverkefni í janúar.
Jón Dagur í landsliðsverkefni í janúar.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fulham hefur notfært sér ákvæði í samningi Jóns Dags Þorsteinssonar. Félagið hefur framlengt samning hans við félagið um eitt ár.

Fyrri samningur hefði runnið út í sumar. Jón Dagur hefur leikið með danska félaginu Vendsyssel á leiktíðinni og skorað þar fjögur mörk og lagt upp fimm í 30 leikjum.

Vendsyssel er í slæmri stöðu í fallumspili dönsku úrvalsdeildarinnar og er undir 0-1 í einvígi sínu við Horsens. Ef liðið tapar seinni leik sínum um helgina þá þarf liðið að mæta þriðja efsta liðinu í dönsku B-deildinni.

Jón Dagur á að baki þrjá landsleiki fyrir Ísland og skoraði í leik gegn Svíum í janúar. Hann hefur verið orðaður við bestu félög Danmerkur undanfarið og talaði Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþætti sínum, Dr. Football, um að AGF yrði líklegur áfangastaður Jóns Dags.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner