Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. maí 2019 22:15
Arnar Daði Arnarsson
Þróttur: Skammarlegt og ber að biðjast afsökunar
Erill við varamannaskýli Víkinganna í kvöld.
Erill við varamannaskýli Víkinganna í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Skammarlegt og ber að biðjast afsökunar," sagði Þórir Hákonarson íþróttastjóri Þróttar á Twitter í kvöld.

Þar tjáði hann sig um ábendingu Hafliða Breiðfjörð ljósmyndara Fótbolta.net á leik Þróttar og Víkings Ólafsvík í Inkasso-deildinni sem fór fram á Eimskipsvellinum í Laugardalnum í kvöld.

Hann benti á að á meðan leiknum stóð hafi reiðhjólastrákur á fleygiferð, stelpa með hamborgara, gamall maður í göngutúr, stelpuhópur, hjólabrettastrákur og fleiri farið í gegnum boðvang Víkinga á meðan leiknum stóð.

Þrótti ber að hafa öryggisgæslu á leikjum en hún var engin í kvöld og því gat hver sem er valsað um í kringum starfsmenn og varamenn liðanna að vild.

„Svona getur farið því miður þegar öryggisgæslan er öll að bera út hróður ísl.knattspyrnu í Skotlandi. Tek þetta á kassann og heyri í Ólsurum sem sýndu fína frammistöðu í sigurleik," bætti Þórir við á Twitter.



Athugasemdir
banner
banner