Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   fös 17. maí 2019 23:15
Sævar Ólafsson
Stebbi Gísla: Mætum ekki rétt inn í leikinn og töpum í fyrri hálfleik
Svart og hvítt á milli hálfleikja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknismenn sáu á eftir stigunum þremur í kvöld í hendur vel skipulagðra Njarðvíkinga. Stefán Gíslason þjálfari Leiknis var tekinn tali í loks leiks

"Við erum náttúrulega ekki sáttir. En ég samt eins sáttur með seinni hálfleik og ég er ósáttur með fyrri hálfleik."

"Þetta var svart og hvítt hjá okkur á milli hálfleika í dag þannig að ég tek það jákvæða og við höfum eitthvað til að byggja á eins og seinni hálfleikurinn þróaðist og við náðum að stjórna leiknum."

Leiknismenn fóru illa að ráði sínu í mörgum efnilegum upphlaupum þar sem viss gæðabrestur virtist vera einkennandi á síðasta þriðjung
"Það er í rauninni ráðgáta hvernig við náðum ekki að skora neitt mark. Það er jákvætt hinsvegar að við náum að skapa færi og stjórnum leiknum í seinni hálfleik."




Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Njarðvík

Eftir brösugan fyrri hálfleik gerðu Leiknismenn tvær breytingar ásamt því að leggja í stórar áherslubreytingar og skipta um leikkerfi.
"Við mætum ekki rétt inn í leikinn og töpum á fyrri hálfleik
Við vildum bara mæta þeim eins og vi vildum gera frá byrjun – við vorum passívir í byrjun og vorum seinir. Vorum ekki fyrstir á bæði fyrst eða seinni bolta og vorum bara passívir
Vorum ekki aggresívir og fórum ekki út í leikinn eins og við vildum en við gerðum það í seinni hálfleik.
Gerðum tvær breytingar og breyttum líka um kerfi, fórum í 4-4-2 með tvo upp á topp."


Reikistefna var eftir að Elías dómari flautaði til leiksloks þar sem Valur Gunnarsson markmannsþjálfari Leiknis fékk að líta rauða spjaldið eftir orðaskipti við dómaratríóið.
"Ég held það það hafi í raun verið sáralítið – hann talaði við dómarana eftir leik á mjög rólegan og yfirvegaðann hátt og það sem hann segir og ég trúi og treysti honum 100% þá fannst mér það ekki verðskulda rautt spjald. Klárlega ekki."

Einn sigur úr fyrstu þremur leikjunum er dræm niðurstaða og varla í takt við tilætlanir liðsins.
"Við erum það ekki – samkvæmt okkar markmiði ætluðum við að vera með fleiri stig fyrir fyrstu fjóra leikina og við náðum því ekki, þannig að vi. ð þurfum að endurstilla það af og halda áfram."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner