sun 19. maí 2019 22:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lucas sannfærður um að ÍA geti unnið deildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA er á blússandi siglingu í Pepsi Max-deildinni. Skagamenn, sem eru nýliðar, eru á toppnum eftir fimm leiki með 13 stig. ÍA hefur unnið fjóra leiki, gert eitt jafntefli og tapað engum í upphafi móts.

ÍA vann í kvöld 1-0 gegn Breiðabliki á gervigrasinu á Kópavogsvelli.

Einar Logi Einarsson skoraði sigurmark ÍA í uppbótartímanum.

Bretinn Lucas Arnold fylgist gríðarlega mikið með íslenska boltanum og hann telur jafnvel að ÍA geti staðið uppi sem Íslandsmeistari. Lucas vinnur sem ráðgjafi hjá Football Radar í London og þar fjallar hann um Pepsi Max-deildina.

„Pressa ÍA hefur verið stórkostleg. Ég er viss um að þeir geti unnið deildina," skrifaði Lucas á Twitter í kvöld.

Lucas er um þessar mundir staddur á Íslandi og hann var á leiknum í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner