Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. maí 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfarinn Kompany á enn möguleika á landsliðssæti
Mynd: Getty Images

Kompany, sem er 33 ára, yfirgefur Manchester City eftir 11 ár hjá félaginu. Á hans síðasta tímabili vann liðið ensku þrennuna (ensku úrvalsdeildina, deildabikarinn og FA-bikarinn) fyrst allra karlaliða.

Þrátt fyrir að Kompany sé að fara út í þjálfun þá er ekki búið að útiloka hann hjá belgíska landsliðinu.

„Við erum öll mjög ánægð með nýju stöðu Vincent," sagði Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu, að því er kemur fram á Goal.com.

„Eins og hjá öllum öðrum leikmönnum belgíska landsliðsins þá mun frammistaða hans skera úr um það hvort hann komist í landsliðið."

Kompany á að baki 84 landsleiki fyrir Belgíu og hefur hann skorað fjögur landsliðsmörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner