Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 20. maí 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jákvætt fyrir KA - Hallgrímur og Haukur léku 90 mínútur
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA fór í góða bæjarferð í gær og vann þar 2-0 sigur á Stjörnunni í Pepsi Max-deild karla. Þetta var annar sigur KA í sumar og er liðið núna komið með sex stig.

Hallgrímur Jónasson og Haukur Heiðar Hauksson léku allan leikinn fyrir KA og er það í fyrsta sinn sem það gerist í sumar að þeir spili allan leikinn saman. Báðir eru þetta leikmenn sem eiga landsleiki fyrir A-landslið Íslands.

Þeir hafa báðir verið að glíma við meiðsli. Haukur átti að byrja á bekknum en kom inn í liðið þegar í ljós kom að Callum Williams gat ekki spilað leikinn.

„Þetta eru margreyndir atvinnumenn og landsliðsmenn, það segir sitt. Þeir eru báðir miklir leiðtogar og smita í kringum sig. Þeir komu ótrúlega sterkir inn í dag," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, við Fótbolta.net í gær.

Þess má geta að heimasíða KA valdi Hallgrím Jónasson sem mann leiksins.

„Hallgrímur Jónasson (Besti leikur fyrirliðans fyrir KA frá því hann klæddist henni. Var magnaður og stýrði vörninni eins og góður kórstjóri. Vann ótal einvígi bæði í loftinu og á jörðinni," segir í umsögn heimasíðu KA um frammistöðu Hallgríms.

Óli Stefán hrósaði einnig Almari Ormarssyni og fleiri leikmönnum liðsins í gær.

Viðtalið við Óla Stefán frá því í gær má sjá í heild sinni hér að neðan.
Óli Stefán: Við fórum að leika fórnarlömb
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner