Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 20. maí 2019 09:04
Arnar Daði Arnarsson
Kroos framlengir við Real Madrid
Kroos hefur framlengt samning sinn við Real Madrid.
Kroos hefur framlengt samning sinn við Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Þýski landsliðsmaður­inn Toni Kroos hef­ur skrifað und­ir nýj­an fjögurra ára samn­ing við spænska stórliðið Real Madrid. Spænska félagið grein­ir frá þessu á vef sín­um í dag.

Sögusagnir voru upp um það að Kroos gæti jafnvel verið á förum frá Real Madrid í sumar en það verður sennilega ekki úr þessu.

Kroos, sem er 29 ára gam­all, er nú samn­ings­bund­inn Real Madrid fram á sum­arið 2023. Þjóðverj­inn kom til Real Madrid frá Bayern München árið 2014.

Hann hef­ur spilað 233 leiki með liðinu, skorað 13 mörk og gefið 59 stoðsend­ing­ar. Á þessu tíma­bili lék Kroos 43 leiki, skoraði eitt mark og gaf sex stoðsend­ing­ar.

Kroos hef­ur unnið ell­efu titla með Madri­darliðinu frá því hann kom til liðsins, þar af þrjá Evr­ópu­meist­ara­titla og Spán­ar­meist­ara­titil­inn einu sinni.

Spænsku deildinni lauk í gær þar sem Real Madrid endaði í 3. sæti deildarinnar, 19 stigum á eftir Spánarmeisturum Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner