mán 20. maí 2019 13:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Jói Kalli: Ástríðan ekki minni í þjálfuninni
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 síðasta laugardag.

Skagamenn eru á toppi Pepsi Max-deildarinnar og hefur Jói Kalli fengið mikið hrós fyrir árangur sinn í þjálfarastólnum.

Sem leikmaður var hann landsliðsmaður og atvinnumaður en hann segist ekki hafa minna gaman að því að vera þjálfari.

„Mér finnst þetta alveg frábærlega skemmtilegt. Það eru forréttindi að fá að þjálfa uppeldisfélagið sitt. Þetta er félag með ríka sögu og margir sigrar sem hafa unnist. Það er mikill heiður að fá að þjálfa þetta Skagalið," sagði Jóhannes Karl.

„Ég hef virkilega gaman að þessu. Þetta er allt öðruvísi en að vera leikmaður. Maður hafði gríðarlega ástríðu fyrir því að spila fótbolta og að þjálfa er ekki síður skemmtilegt."

Þjálfarinn hefur lengi blundað í Jóa Kalla.

„Ég hafði alltaf ætlað mér að fara út í þjálfun og sjá hvort það myndi henta mér. Þetta er ekkert fyrir alla og það er ekkert sjálfsagt að ná í gegn. Ég var tilbúinn þegar tækifærið gafst," sagði Jóhannes Karl.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið
Athugasemdir
banner
banner
banner