Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 20. maí 2019 13:30
Arnar Daði Arnarsson
Kjartan Henry vill vera áfram hjá Vejle þrátt fyrir fall
Kjartan Henry í landsleik fyrir Ísland.
Kjartan Henry í landsleik fyrir Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason hefur gefið það út að hann vilji vera áfram í herbúðum Vejle þrátt fyrir að félagið hafi fallið úr dönsku úrvalsdeildinni um helgina. Þetta gaf hann út í viðtali við Vejle Amts Folkeblad.

,Ég hef fengið frá­bær­ar mót­tök­ur hjá fé­lag­inu og stuðningsmönnun­um og ég vil vera áfram en það er ekki alfarið undir mér komið," seg­ir Kjart­an Henry í viðtali við danska blaðið.

Vejle mætti Hobro í úrslitaleik um hvort liðið færi niður í dönsku B-deildina í gær. Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Vejle sem hafði unnið fyrri leikinn 0-1 á útivelli. Hobro gerði sér hinsvegar lítið og vann 2-0 sigur á Vejle eftir framlengdan leik og samanlagt 2-1.

Kjartan Henry klikkaði vítaspyrnu í leiknum. Kjartan sem skoraði fimm mörk í 12 leikjum gekk í raðir Vejle í febrúar eftir að hafa fengið sig lausan frá ungverska félaginu Ferencvaros.

Hobro keppir við 2. sæti B-deildar um sæti í efstu deild. Miklar líkur eru á að Viborg endi í 2. sæti og er Ingvar Jónsson aðalmarkvörður þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner