Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. maí 2019 12:51
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Pirrar mig að ÍBV hélt ekki fastar í að vinna úr þeim hópi"
Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson heimsótti Elvar Geir og Tómas Þór í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X977 síðasta laugardag. Hann sagði sína skoðun á byrjun Pepsi Max-deildar karla.

Kristján þjálfaði ÍBV síðustu tvö ár með góðum árangri en miklar breytingar urðu á leikmannahópi Eyjaliðsins fyrir yfirstandandi tímabil.

Smelltu hér til að hlusta á umræðuna með Kristjáni

„Auðvitað misstu þeir menn eins og mörg önnur félög. Inni á vellinum í seinustu umferð í fyrra, í leik sem við unnum 5-2 gegn Grindavík, voru sjö Eyjamenn inni á vellinum. Ég hef lítið séð ÍBV spila á þessu tímabili, bara í gegnum sjónvarpið, en það fer svolítið í taugarnar á mér að ekki hafi verið haldið fastar í það að vinna úr þeim hópi," sagði Kristján í þættinum.

„Það sem maður er að læra eftir að hafa verið nokkur ár í þjálfun er að ef þú treystir leikmanninum og hann finnur að þú sýnir traustið þá spilar leikmaðurinn oft á sinni bestu getu. Þjálfararnir, og ég er þar inn í, eru oft að leita að einhverju öðru til að redda málunum þegar maður getur ræktað garðinn heima betur."

Pedro Hipólito, þjálfari ÍBV, hefur verið að skipta leikjum jafnt milli markvarða sinna. Halldór Páll Geirsson spilar annan hvern leik á móti Rafael Veloso.

Ég hef ekki séð þetta áður. Við ræddum þetta úti í Eyjum í fyrravetur. Það var mjög hröð afgreiðsla á þeirri umræðu. Ef þú ræðir þetta við markmannsþjálfara þá er þetta algjört 'tabú' hjá þeim. Þú velur bara þann markvörð sem þú hefur númer eitt" segir Kristján.

Smelltu hér til að hlusta á umræðuna með Kristjáni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner