Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 20. maí 2019 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Valur vann FH á Kaplakrikavelli síðast sumarið 2007
Úr leik FH og Vals sumarið 2015. FH vann þann leik 2-1.
Úr leik FH og Vals sumarið 2015. FH vann þann leik 2-1.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Stórleikur 5. umferðar í Pepsi Max-deildinni fer fram í kvöld þegar FH og Valur mætast á Kaplakrikavelli klukkan 19:15.

Valur vann síðast á Kaplakrikavelli sumarið 2007 síðan þá hafa liðin mæst ellefu sinnum. 23. september árið 2007 vann Valur 2-0 sigur með mörkum frá Baldri Ingimari Aðalsteinssyni og Helga Sigurðssyni sem í dag er þjálfari Fylkis.

FH er í 4. sæti deildarinnar með sjö stig á meðan Valur er með fjögur stig í 9. sæti. Valsmenn geta því jafnað FH-inga að stigum með sigri í kvöld.

„Valur vann síðast í Kaplakrika 2007. Síðan þá hafa FH unnið 8 og 3 jafntefli og markatalan 23-12. 5 af síðustu 7 viðureignum hafa endað 2-1. Það sem meira er þá hefur gengið verið 11X11X11X11 svo skv sögunni ætti þetta að enda jafnt í kvöld," skrifar Valsarinn Pétur Sæmundsen á Twitter síðu sinni í dag.

Ívar Orri Kristjánsson fær það hlutverk að dæma stórleikinn í kvöld.




Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner