Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. maí 2019 17:00
Elvar Geir Magnússon
Sterling aðstoðaði strák sem varð fyrir kynþáttafordómum
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling, leikmaður Manchester City, hefur verið öflugur baráttumaður gegn kynþáttafordómum.

Eftir að hann las bréf frá strák sem varð fyrir kynþáttafordómum í skólanum sínum ákvað hann að láta gott af sér leiða.

Hann bauð stráknum að heimsækja sig og hvatti hann áfram. Sjá má fallegt myndskeið um heimsóknina hér að neðan.

Sterling var einn besti leikmaður tímabilsins í enska boltanum en City vann ensku þrennuna.


Athugasemdir
banner
banner