Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 20. maí 2019 16:30
Elvar Geir Magnússon
Steve Clarke nýr landsliðsþjálfari Skotlands (Staðfest)
Steve Clarke.
Steve Clarke.
Mynd: Getty Images
Steve Clarke hefur verið ráðinn nýr landsliðsþjálfari Skotlands en hann gerði þriggja ára samning.

Clarke, sem er 55 ára, stýrði Kilmarnock í þriðja sæti skosku úrvalsdeildarinnar.

Skotland er í fimmta sæti í riðli sínum í undankeppni EM.

„Ég geri mér grein fyrir því að stuðningsmenn Skotlands hafa lengi beðið eftir því að landsliðið komist á stórmót. Ég tel að við getum komust á stórmót og við hefjum vonandi þá vegferð gegn Kýpur og Belgíu í næsta mánuði," segir Clarke.

Clarke er fyrrum stjóri West Bromwich Albion og Reading en á leikmannaferli sínum lék hann sex landsleiki fyrir Skotland.

Árangur hans sem stjóri Kilmarnock hefur verið langt yfir væntingum.
Athugasemdir
banner
banner