Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 20. maí 2019 15:36
Elvar Geir Magnússon
Graham Potter nýr stjóri Brighton (Staðfest)
Graham Potter.
Graham Potter.
Mynd: Getty Images
Brighton hefur ráðið Graham Potter sem nýjan stjóra félagsins. Potter skrifaði undir fjögurra ára samning.

Hann yfirgefur Swansea til að taka við Brighton sem hafnaði í 17. sæti í ensku úrvalsdeildinni og spilar því áfram í deild þeirra bestu.

Chris Hughton var rekinn frá Brighton í síðustu viku.

Potter þjálfaði áður Östersund í Svíþjóð.

Tony Bloom, stjórnarformaður Brighton, segir að Potter sé með alla þá kosti sem félagið þarf.

„Við erum í skýjunum með að hafa tryggt okkur einn mest spennandi þjálfara Englands. Graham Potter er með frábæran árangur í að þróa lið með áhorfendavænum leikstíl og góðum anda," segir Bloom.

„Við hlökkum til að takast á við þriðja árið í röð í ensku úrvalsdeildinni og að byggja ofan á það sem Christ Hughton hefur gert."

Brighton borgar Swansea um 3 milljónir punda í bætur fyrir að taka Potter og hans aðstoðarmenn til sín.


Athugasemdir
banner
banner