Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. maí 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allegri ætlar ekki í frí nema hann þurfi þess
Mynd: Getty Images
Massimiliano Allegri vonast til þess að finna sér nýtt félag fyrir næstu leiktíð.

Allegri var rekinn frá Juventus í síðustu viku. Allegri hefur verið í fimm ár hjá Juventus og unnið Ítalíumeistaratitilinn öll árin. Alls hefur hann unnið ellefu bikara sem stjóri liðsins.

Tvívegis hefur hann náð að koma liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en það voru vonbrigði á þessu tímabili að ná ekki að komast upp úr 8-liða úrslitum, eftir að hafa keypt Ronaldo síðasta sumar.

„Ég mun aðeins taka mér frí ef ég þarf að gera það, annars er hugmyndin að finna verkefni sem sannfærir mig," sagði Allegri.

„Lífið er fullt af óvæntum atburðum og þú verður að vera tilbúinn fyrir hvað sem er."
Athugasemdir
banner
banner
banner