Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. maí 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sorglegur endir Bale hjá Real Madrid
Gareth Bale hefur leikið með Real Madrid frá 2013.
Gareth Bale hefur leikið með Real Madrid frá 2013.
Mynd: Getty Images
Gareth Bale fékk ekki að koma við sögu í síðasta leik tímabilsins hjá Real Madrid á sunnudag. Hann sat allan tímann á bekknum þegar Real tapaði 2-0 gegn Real Betis á heimavelli.

Svo virðist sem Bale sé ekki í plönum Zinedine Zidane fyrir næstu leiktíð. Búist er við miklum breytingum á leikmannahópi Real Madrid fyrir næsta tímabil.

Bale varð dýrasti leikmaður í heimi þegar Real Madrid keypti hann fyrir 100 milljónir evra frá Tottenham árið 2013.

Bale hefur gert mikið fyrir Real Madrid en hefur aldrei orðið mjög vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins. Fjölmiðlamaðurinn Sid Lowe, sem starfar á Spáni, gagnrýndi Real Madrid í gær fyrir að leyfa Bale ekki að spila í lokaleik tímabilsins.

Líklegt þykir að Real Madrid reyni að losa sig við Bale í sumar og Sid Lowe býst við því að hann fari. Hann segir það sorglegt að þetta sé að enda svona.

„Sorglegt. Fjórir Evrópubikarar, sigurmörk í tveimur af úrslitaleikjunum, hann skoraði úr vítaspyrnu í þeim þriðja. Mögulega besta mark í úrslitaleik í Evrópukeppni. Mögulega besta mark í spænskum bikarúrslitaleik líka. Og þetta endar svona," skrifaði Lowe á Twitter.

Hvað næst fyrir Bale? Simon Stone skrifar grein í BBC þar sem hann talar um mögulega áfangastaði fyrir Walesverjann.

Hann nefnir félög eins og Manchester United, Tottenham, Bayern München, PSG og Wolves. Það verður hægara sagt en gert að fá Bale þar sem hann er á risasamningi hjá Real Madrid.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner