þri 21. maí 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Síðustu ár verið mikil rússíbanareið fyrir Paderborn
Mynd: Getty Images
Paderborn mun spila í þýsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili eftir að hafa landað öðru sæti B-deildarinnar í Þýskalandi.

Fáir stuðningsmenn hafa upplifað jafnmikið drama og stuðningsmenn Paderborn síðustu fimm árin. Þrisvar hefur liðið komist upp um deild og þrisvar hefur liðið fallið - tvisvar í alvöru og einu sinni forðast það. Á þessum tíma hefur liðið einnig verið með fimm mismunandi þjálfara.

Árið 2017 var Paderborn á leiðinni niður í D-deildina í Þýskalandi, en núna, árið 2019, er liðið á leiðinni upp í efstu deild þar sem liðið mun mæta Bayern München og Dortmund. Algjör rússíbanareið.

Liðið komst upp um síðastliðna helgi þrátt fyrir tap gegn Dynamo Dresden í lokaumferðinni. Union Berlín þurfti að vinna til þess að taka annað sætið af Paderborn, en tapaði gegn Bochum og mun mæta Stuttgart í umspili.

Nánar má lesa um málið hérna.





Athugasemdir
banner
banner
banner