banner
   mán 20. maí 2019 20:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Velur að fara yfir til Bayern München í sumar
Jann-Fiete Arp.
Jann-Fiete Arp.
Mynd: Getty Images
Jann-Fiete Arp, sóknarmaður Hamburger SV, hefur tilkynnt það að hann muni færa sig um set til Bayern München í sumar.

Hann tilkynnti þetta á samfélagsmiðlinum Instagram. Hann hefur verið hjá Hamburg frá því hann var 10 ára gamall.

„Eftir níu ár er kominn tími til að kveðja," skrifaði strákurinn í langri kveðju til allra hjá Hamburger SV á Instagram.

Bayern klófesti þennan efnilega leikmann í febrúar síðastliðnum. Samningurinn var þess háttar að Arp gat ráðið því hvenær hann myndi fara til Bayern, í síðasta lagi í júlí 2020. Hann valdi að fara í sumar.

Arp er 19 ára gamall og þykir einn efnilegasti leikmaður Þýskalands. Árið 2017 var hann á lista Guardian yfir stjörnur framtíðarinnar.

Hann er mjög efnilegur en á enn eftir að sýna það og sanna að hann sé tilbúinn að spila í þýsku úrvalsdeildina. Hann byrjaði aðeins fimm leiki í Bundesligu 2 með Hamburger SV á þessari leiktíð.

Það verður fróðlegt að sjá hvort hann spili eitthvað með Bayern á næsta tímabili eða hvort hann verði lánaður í annað lið.

Kannski hefði verið sniðugt fyrir hann að taka annað tímabil í Hamburg. Hamburg endaði í fjórða sæti Bundesligu 2 og verður aftur í þeirri deild á næsta tímabili.

Bayern varð á dögunum Þýskalandsmeistari sjöunda árið í röð.


Athugasemdir
banner
banner
banner