Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. maí 2019 23:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Á Emma Hayes möguleika á að taka við Chelsea?
Emma Hayes.
Emma Hayes.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sky Sports er með umræðuþátt sem ber nafnið Sunday Supplement þar sem nokkrir blaðamenn koma saman og ræða málefni líðandi stundar.

Í síðasta þætti barst í tal áhugavert umræðuefni. Það var rætt um það hvort Emma Hayes gæti tekið við Chelsea ef Maurizio Sarri verður vikið úr starfi.

Sarri stýrði Chelsea í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er búinn að koma liðinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínu fyrsta tímabili sem stjóri liðsins. Þrátt fyrir það sagði hann eftir síðasta deildarleik tímabilsins að hann væri ekki viss um hvort hann myndi halda áfram.

Hayes er þjálfari kvennaliðs Chelsea og hefur gegnt því starfi frá 2012. Hún hefur gert Chelsea tvisvar að Englandsmeisturum og kom Chelsea í undanúrslit Meistaradeildarinnar á þessu tímabili þar sem liðið féll naumlega úr leik gegn Lyon, sem síðar vann Meistaradeildina fjórða árið í röð.

Rob Draper hjá The Mail telur að hún myndi fá viðtal ef starfið myndi losna á næstunni.

„Hún myndi klárlega fá viðtal, en það kæmi mér á óvart ef hún myndi fá starfið á þessum tímapunkti," sagði Draper.

„Ég segi að það myndi koma mér á óvart, ekki af því að hún hefur ekki hæfileikana til þess að gera það, en það kæmi mér á óvart vegna þess að það mun örugglega taka lengri tíma áður en einhver tekur þetta stökk."

„Ég held að Chelsea muni líta á annað fólk en á einhverjum tímapunkti mun þetta gerast. Það mun kona þjálfa karlalið á hæsta stigi og á endanum mun kona stýra liði í ensku úrvalsdeildinni."

Elísabet: Kona getur þjálfað karlalið ef hún er hæf í starfið
Elísabet Gunnarsdóttir, sem hefur gert geggjaða hluti með Kristianstad í Svíþjóð, ræddi við Fótbolta.net um þetta málefni síðasta sumar.

„Ég tel að kona geti þjálfað karlalið svo lengi sem hún hæf í starfið," sagði Elísabet við Fótbolta.net.

„„Þetta snýst samt um svo margt meira en bara aðalþjálfarann (konu eða mann). Samsetningin af starfsliðinu í kringum knattspyrnulið er ótrúlega mikilvæg. Ég held að fleiri lið í karlaboltanum ættu að minnsta kosti að íhuga að taka inn konur i þjálfaraliðið. Ég tel að blanda af réttu fólki af báðum kynjum getið verið lykilinn að árangri."

Smelltu hér til að lesa viðtalið við Elísabetu.
Athugasemdir
banner
banner
banner