Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. maí 2019 09:45
Elvar Geir Magnússon
Sane nálgast Bayern - Man Utd reynir við Joao Felix
Powerade
Leroy Sane, leikmaður Manchester City.
Leroy Sane, leikmaður Manchester City.
Mynd: Getty Images
Joao Felix, leikmaður Benfica.
Joao Felix, leikmaður Benfica.
Mynd: Getty Images
Sane, Hazard, Pogba, Felix, Batistuta, Conte og fleiri ferskir í slúðurpakkanum í dag. Það er margt spennandi í pakkanum að þessu sinni!

Forráðamenn Bayern München telja líklegt að félagið fái Leroy Sane (23) frá Manchester City í sumar. (Mirror)

Chelsea er tilbúið að selja belgíska sóknarleikmanninn Eden Hazard (28) til Real Madrid. (Mail)

Manchester United fer fram á að fá 138 milljónir punda fyrir franska miðjumanninn Paul Pogba (26) sem orðaður er við Real Madrid. (Star)

United er tilbúið að virka 105 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sóknarmiðjumannsins Joao Felix (19) frá Benfica. Líklegt er að félagið fái samkeppni frá Real Madrid um portúgalska leikmanninn. (Record)

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, er nú efstur á blaði hjá Ítalíumeisturum Juventus. (Sun)

95 milljóna punda tilboði Manchester United í senegalska miðvörðinn Kalidou Koulibaly (27) var hafnað af Napoli. (Gazzetto dello Sport)

Tottenham hefur ekki nýtt sér klásúlu um að framlengja samningi Fernando Llorente (34) og útlit fyrir að sóknarmaðurinn sé á förum. AC Milan, Marseille, Roma og Valencia hafa áhuga. (Mirror)

Tottenham hefur áhuga á Maxi Gomez (22), sóknarmanni Celta Vigo. Úrúgvæski landsliðsmaðurinn er með 43 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum og Tottenham vill fá hann sem varamann fyrir Harry Kane. (Star)

Varnarmaðurinn Vincent Kompany (33) segist hafa ákveðið að yfirgefa Manchester City þegar hann skoraði sigurmarkið geggjaða gegn Leicester þann 6. maí. Hann vissi að þá væri toppnum náð. (BBC)

Kompany hefur verið ráðinn spilandi stjóri Anderlecht og hann vill fá Simon Davies, akademíuþjálfara hjá Manchester City, til að fylgja sér í belgíska félagið. (Telegraph)

Gabriel Batistuta, fyrrum sóknarmaður argentínska landsliðsins, hefur lýst yfir áhuga á stjórastarfi Middlesbrough. Batistuta hefur enga reynslu af knattspyrnustjórn. (Hartlepool Mail)

Arsenal hefur gert tilboð í brasilíska markvörðinn Norberto Murara (29) hjá Valencia eftir að hafa rætt við talsmenn leikmannsins. (Star)

Chelsea mun bráðlega staðfesta það að Olivier Giroud (32) hafi samþykkt að vera eitt ár í viðbót hjá félaginu. (London Evening Standard)

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, ætlar að taka eitt ár í viðbót hjá félaginu. Leeds mistókst að komast upp úr Championship. (Telegraph)

Michael O'Neill, landsliðsþjálfari Norður-Írlands, er orðaður við stjórastarfið hjá West Brom. (Express and Star)

Hertha Berlín vill fá serbneska miðjumanninn Marko Grujic (23) lánaðan í annað tímabil frá Liverpool. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner