Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. maí 2019 17:00
Elvar Geir Magnússon
Bjartsýnni á að ná að halda lykilmönnum
Julian Brandt.
Julian Brandt.
Mynd: Getty Images
Julian Brandt fór með himinskautum seinni hluta tímabilsins í þýsku deildinni. Hann skoraði 10 mörk og átti 17 stoðsendingar og hjálpaði Bayer Leverkusen að tryggja sér Meistaradeildarsæti.

Þessi 23 ára leikmaður hefur verið orðaður við Liverpool og Tottenham en stjóri Leverkusen, Peter Bosz, er bjartsýnni á að halda honum fyrst þýska liðið verður í Meistaradeildinni.

Hinn ungi Kai Havertz er einnig eftirsóttur en Bayern München vill fá hann.

„Það er betri möguleiki fyrir Leverkusen að halda þessum tveimur mönnum. Maður veit ekki hvað gerist. Kai verður klárlega áfram og vonandi Julian líka. Þetta skýrist allt á næstu viku. Allir leikmenn vilja spila í Meistaradeildinni og þar verðum við á næsta tímabili." segir Bosz.

„Við viljum bæta okkur enn frekar á næsta ári."
Athugasemdir
banner
banner