Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. maí 2019 13:11
Arnar Daði Arnarsson
Fá lið fengið eins jákvætt umtal þrátt fyrir að vinna ekki leik
Úr leik hjá Víkingum.
Úr leik hjá Víkingum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Nú þarf maður að passa lýsingarorðin svo menn fari ekki að gráta," sagði Tómas Þór Þórðarson á léttum nótum í nýjasta Innkastinu hér á Fótbolta.net.

Þar var hann að ræða um vonbrigði Víkinga að hafa ekki náð að vinna ÍBV í Eyjum í 5. umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Smelltu hér til að hlusta á þáttinn

„Þetta var algjör hörmung nánast frá upphafi til enda. Víkingsliðið var meira með boltann en maður sá í byrjun að þetta yrði ströggl. Þungur og blautur grasvöllur en þetta lið er að einhverju leyti sett upp til að spila gervigrasbolta."

„Þegar tiki-taka sendingarnar eru ekki að ganga þá ertu kominn í íslenskan vorbolta og þarft að vera með hörku og kraft. Víkingar voru gjörsamlega undir í allri baráttu framan af. Eyjamenn náðu þannig að stimpla sig inn í leikinn."

„Þetta var algjört högg. Fá lið hafa fengið eins jákvætt umtal, meðal annars frá mér, þrátt fyrir að hafa ekki unnið leik í fyrstu fjóru umferðunum. Svo kemur þessi leikur í Eyjum. Þeir voru marki yfir og manni fleiri þegar 20 mínútur voru eftir. Það verður ekki mikið verra," sagði Tómas Þór.


Athugasemdir
banner
banner