Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 22. maí 2019 11:32
Elvar Geir Magnússon
Nýjasti leikmaður Aftureldingar varð heimsmeistari með stórstjörnum
Romario Leiria fagnar heimsmeistaratitlinum árið 2011.
Romario Leiria fagnar heimsmeistaratitlinum árið 2011.
Mynd: Getty Images
Brasilíski varnarmaðurinn Romario Leiria, nýjasti leikmaður Aftureldingar í Inkasso-deildinni, á að baki heimsmeistaratitil með U20 landsliði Brasilíu.

Hann á níu leiki fyrir U17 og U20 landslið Brasilíu og árið 2011 lék hann á HM U20 landsliða i Kólumbíu.

Hann lék einn leik á mótinu en var ónotaður varamaður þegar brasilíska liðið vann Portúgal í úrslitaleik, 3-2 eftir framlengingu. Oscar, fyrrum leikmaður Chelsea, skoraði þrennu í úrslitaleiknum en hann spilar nú í Kína.

Philippe Coutinho (Barcelona), Willian (Chelsea) og Juan Jesus (Roma) voru meðal leikmanna sem byrjuðu úrslitaleikinn. Romario Leiria fékk góðan félagsskap á bekknum frá Alex Sandro (Juventus) og Allan (Napoli), svo einhverjir séu nefndir.

Ferill Romario Leiria, sem er 26 ára í dag, náði ekki sömu hæðum og hjá mörgum liðsfélögum hans.

Hann hefur á ferli sínum leikið lengi í heimalandinu auk þess sem hann spilaði með Maritimo í portúgölsku úrvalsdeildinni árið 2016. Í fyrra var hann hjá Boa Esporte sem féll þá úr brasilísku B-deildinni.

Romario Leiria er kominn með leikheimild með Aftureldingu, sem er nýliði í Inkasso-deildini, en liðið er með þrjú stig eftir þrjár umferðir og leikur gegn Fjölni annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner