Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. maí 2019 20:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Harry Wilson eftirsóttur - Sagður falur fyrir 25 milljónir punda
Harry Wilson.
Harry Wilson.
Mynd: Getty Images
Walesverjinn ungi Harry Wilson er búinn að eiga frábært tímabil með Derby County í Championship deildinni í vetur, hann leikur þar á láni frá Liverpool.

Það stefnir í að hann verði eftirsóttur í sumar og Sky Sports greinir frá því Newcastle, Southampton og Brighton séu öll áhugasöm um að kaupa þennan unga Walesverja.

Sky segir einnig frá því að ef Wilfried Zaha yfirgefur Crystal Palace í sumar gæti félagið reynt að fá Wilson í hans stað. Wilson er sagður vera falur fyrir 25 milljónir punda.

Derby þar sem hann leikur núna á láni gæti einnig verið líklegur áfangastaður þar að segja ef Derby mun spila í úrvalsdeildinni. Derby og Aston Villa leika úrslitaleik um síðasta lausa sætið í úrvalsdeildinni næstkomandi mánudag.

Áhuginn á hinum 22 ára gamla Wilson kemur ekki bara frá enskum félögum, nokkur félög í Þýskalandi og á Spáni hafa einnig sýnt honum áhuga. Það er því alveg ljóst að ef Wilson mun yfirgefa Liverpool í sumar mun hann hafa úr mörgum tilboðum úr að velja ef eitthvað er að marka þessar fréttir.
Athugasemdir
banner
banner