fim 23. maí 2019 19:57
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Selfoss skoraði fimm gegn Víði
Tokic hefur verið funheitur með Selfyssingum. Hann hefur aldrei áður leikið í C-deild hér á landi.
Tokic hefur verið funheitur með Selfyssingum. Hann hefur aldrei áður leikið í C-deild hér á landi.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Selfoss 5 - 1 Víðir
1-0 Hrvoje Tokic ('16, víti)
1-1 Ari Steinn Guðmundsson ('29)
2-1 Hrvoje Tokic ('48)
3-1 Ingi Rafn Ingibergsson ('49)
4-1 Valdimar Jóhannsson ('59)
5-1 Kenan Turudija ('74)

Selfoss lenti ekki í vandræðum gegn Víði í toppslag 2. deildar fyrr í kvöld. Selfyssingar eru á toppinum með 9 stig eftir 4 umferðir, Víðir er í öðru sæti með 7 stig.

Hrvoje Tokic kom Selfyssingum yfir með marki úr vítaspyrnu en Ari Steinn Guðmundsson jafnaði og staðan 1-1 í hálfleik.

Heimamenn rúlluðu gestunum frá Garði upp eftir leikhlé. Tokic tvöfaldaði forystuna áður en Ingi Rafn Ingibergsson og Valdimar Jóhannsson innsigluðu sigurinn.

Kenan Turudija gerði fimmta og síðasta mark Selfoss á 74. mínútu. Tokic var í góðu færi og hefði getað fullkomnað þrennuna en valdi frekar að leggja upp fyrir liðsfélaga sinn.

KFG, Vestri og Völsungur eru öll með 6 stig og eiga leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner